Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 10:41 Fundurinn var sá fyrsti sem Trump hélt ásamt varaforsetaefni sínu eftir banatilræðið. AP/Evan Vucci Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. „Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira