Gríðarleg sprunga í Hagafelli vekur athygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 12:31 Sprungan í Hagafelli er innan rauða hringsins á myndinni. Í forgrunni er Grindavíkurbær og myndarlegur gígur rís í baksýn. Hafþór Skúlason Náttúruvársérfræðingur segir ekkert styðja kenningu eldfjallafræðings um goslok við Sundhnúka. Landris og aukin skjálfavirkni mælast áfram og líkur eru á eldgosi á næstu vikum. Veðurstofan er meðvituð um gríðarstóra sprungu í Hagafelli, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum. Sprungan er gömul en stækkaði umtalsvert í síðasta gosi. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur spáði því í gær á bloggsíðu sinni að eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur spáir fyrir um slíkt og hefur hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Kenningu sína byggði hann á GPS-mælingum, sem sýni að hægt hafi á landrisi 12. júlí. Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir hins vegar ekkert benda til gosloka eins og Haraldur spáir. „Það er áframhaldandi landris, það var allskonar veður núna undanfarna daga þannig það er meira frávik í GPS-gagnapunktunum sem hafa komið inn og þar af leiðandi er erfiðara að lesa úr þeim landris. Hins vegar kom inn ótrúlega fínn gagnapunktur í dag og í nótt, sem sýnir að það er áframhaldandi landris þó það gæti hugsanlega verið að hægjast aðeins á því.“ Enn gerir Veðurstofan ráð fyrir kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum. Rúmmál uppsafnaðrar kviku nálgist óðfluga sömu stöðu og fyrir síðasta gos. „Við erum að fá inn fleiri skjálfta núna dag frá degi og greinilega spenna að byggjast upp á svæðinu.“ Sprungan í Hagafélli séð ofan frá úr Umbrotasjá Landmælinga Íslands. Stækkaði umtalsvert í síðasta eldgosi Áhugamenn um jarðhræringar hafa í dag og í gær vakið athygli á gríðarlegri sprungu í Hagafelli við gosstöðvarnar í hópnum Jarðsöguvinir á Facebook. Jóhanna segir sprunguna ekki nýja en vissulega hafi orðið á henni nýleg umbreyting. „En í síðasta gosi [29. maí] stækkaði hún heilmikið og svo fór að flæða hraun ofan í hana og þetta er bara mjög stór og mikil sprunga. Hraunið sem fór ofan í hana komst í snertingu við grunnvatn og þá urðu þessar vatnssprengingar eins og sáust í síðasta gosi,“ segir Jóhanna. Sprungan teygir sig suður í átt til Grindavíkur og alveg að varnargörðum. „Við höfum fylgst með henni sérstaklega í síðasta gosi. Það má gera ráð fyrir að það sé ákveðin framlenging á þessari sprungu sem nái jafnvel enn lengra suður og þetta er dæmi um veikleikana í skorpunni sem er að finna þarna á yfirborðinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04 Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur spáði því í gær á bloggsíðu sinni að eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur spáir fyrir um slíkt og hefur hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Kenningu sína byggði hann á GPS-mælingum, sem sýni að hægt hafi á landrisi 12. júlí. Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir hins vegar ekkert benda til gosloka eins og Haraldur spáir. „Það er áframhaldandi landris, það var allskonar veður núna undanfarna daga þannig það er meira frávik í GPS-gagnapunktunum sem hafa komið inn og þar af leiðandi er erfiðara að lesa úr þeim landris. Hins vegar kom inn ótrúlega fínn gagnapunktur í dag og í nótt, sem sýnir að það er áframhaldandi landris þó það gæti hugsanlega verið að hægjast aðeins á því.“ Enn gerir Veðurstofan ráð fyrir kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum. Rúmmál uppsafnaðrar kviku nálgist óðfluga sömu stöðu og fyrir síðasta gos. „Við erum að fá inn fleiri skjálfta núna dag frá degi og greinilega spenna að byggjast upp á svæðinu.“ Sprungan í Hagafélli séð ofan frá úr Umbrotasjá Landmælinga Íslands. Stækkaði umtalsvert í síðasta eldgosi Áhugamenn um jarðhræringar hafa í dag og í gær vakið athygli á gríðarlegri sprungu í Hagafelli við gosstöðvarnar í hópnum Jarðsöguvinir á Facebook. Jóhanna segir sprunguna ekki nýja en vissulega hafi orðið á henni nýleg umbreyting. „En í síðasta gosi [29. maí] stækkaði hún heilmikið og svo fór að flæða hraun ofan í hana og þetta er bara mjög stór og mikil sprunga. Hraunið sem fór ofan í hana komst í snertingu við grunnvatn og þá urðu þessar vatnssprengingar eins og sáust í síðasta gosi,“ segir Jóhanna. Sprungan teygir sig suður í átt til Grindavíkur og alveg að varnargörðum. „Við höfum fylgst með henni sérstaklega í síðasta gosi. Það má gera ráð fyrir að það sé ákveðin framlenging á þessari sprungu sem nái jafnvel enn lengra suður og þetta er dæmi um veikleikana í skorpunni sem er að finna þarna á yfirborðinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04 Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17
Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04
Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01