Íslensk borðtennisfjölskylda í fréttirnar á EM unglinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 12:30 Íslenska unglingalandsliðið sem keppti á EM unglinga í Malmö. @bordtennissambandislands Íslenska unglingalandsliðið keppti á dögunum á EM unglinga í Malmö í Svíþjóð og íslensk fjölskylda vakti þar sérstaka athygli. Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands) Borðtennis Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands)
Borðtennis Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira