Fínn hvítur salli gerir íbúum Laugarneshverfis lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 16:23 Svavar, þarna reyndar að skoða veiðiflugur sem eru talsvert stærri en sallinn sem nú leggur undir sig hverfi Laugarness eins og sjá má á bílnum sem er við hliðina. Ekki dugir að skola steypurykið af með garðslöngu. Svavar Hávarðsson er íbúi í Laugarneshverfi og hann segir nánast allt hverfið undirlagt af steypuryki sem leggst yfir allt og á alla. „Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“ Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Þetta virðist allt á kafi, samkvæmt þessum þræði sem ég stofnaði,“ segir Svavar í samtali við blaðamann Vísis og vísar til þráðar sem hann stofnaði í hverfisgrúbbunni Laugarneshverfi á Facebook. „Og þetta virðist ná langt upp í hverfi. Ég held að það fjúki bara beint af hræinu af banka sem liggur þarna fyrir neðan okkur.“ Svavar segir að nú sé verið að brjóta húsið sem áður hýsti starfsemi Íslandsbanka niður og því fylgir óhemja af steypuryki. Fíngert rykið sest á allt og alla. Bílar íbúa eru þaktir af fíngerðum sallanum. „Ég veit ekki hvernig þetta er samsett, en þetta er fínn salli sem sest á hvað sem er. Í morgun þurfti að hafa töluvert fyrir því að sjá út um rúðuna á bílnum.“ Svavar lýsir því að ekki hafi dugað að skola sallann af með garðslöngu, þau fjölskyldan þurftu að fara með hann í hreinsun til að ná rykinu af. „Bankinn er ekki orðinn að neinu. Það er tveir turnar eftir og svo fýkur úr þessu. Leiðinlegt að vakna við þennan glaðning.“ Svavar segir að á Kirkjusandsreitnum hafi verið miklar framkvæmdir lengi, og þeir hafi verið fljótir að rífa niður bankann þegar þeir hófust handa við það. Svavar ásamt syni sínum Atla. Þeir vita svo sem ekkert hvað skal til bragðs taka, líklega fylgir þetta því að búa við hliðina á svæði þar sem niðurrif á sér stað. „Ég veit það ekki. Hvað getur maður gert? Þetta fylgir því að búa við hliðina á svona risareit í uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir neinu ónæði af þessu fyrr en núna en ég sé á þræðinum að þeir eru fjölmargir sem hafa haft að þessu ama.“ Svavar gerir ráð fyrir því að framkvæmdaaðilar hafi þurft leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og hann veltir því fyrir sér hvað sú stofnun segir um þetta. Hann hafði heyrt að það væri til að mynda aspest í þessu gamla húsi. En hvað sem því líður strókurinn af miðturninum sem enn stendur. „Þetta er ekki hollt neinu lakki, mér sýnist þetta geta skemmt út frá sér.“
Reykjavík Íslandsbanki Skipulag Tengdar fréttir Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. 26. júní 2024 22:30
Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. 16. apríl 2024 16:51