Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 21:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira