Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 06:37 Harris hefur mælst betur gegn Trump en Biden frá því að síðastnefndi dró sig í hlé. Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Í kvörtuninni sakar David Warrington, lögmaður framboðs Trump, Harris um að brjóta gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa skipt út nafni Biden fyrir sitt nafn til að fá aðgang að fjármununum. Hann segir ekki standast lög að breyta einfaldlega nafninu á framboðinu úr „Biden til forseta“ í „Harris til forseta“ til að tryggja Harris aðgengi að 91 milljón dala í sjóðum framboðsins. Í kvörtuninni, sem er átta síður, segir að í raun sé um að ræða 91 milljón dala framlag frá einum forsetaframbjóðanda til annars, sem sé klárt brot á lögum. Lög banni að kandídatar eigi áfram fjármuni sem hafa verið gefnir til kosningabaráttu fyrir kosningar sem þeir munu ekki taka þátt í. Þannig verði Biden að skila umræddum fjármunum til þeirra sem gáfu þá í kosningasjóði hans, fyrst hann ákvað að hætta við framboð sitt. Warrington fer þess á leit að kjörnefndin frysti aðgengi Harris að fjármununum þar til málið er komið á hreint. Óvíst er hvort kvörtunin muni skila nokkru en erlendir miðlar hafa greint frá því að teymi Trump leiti nú allra leiða til að draga úr þeim skriðþunga sem Harris virðist njóta. Málsóknir vegna kosningasjóðanna séu einn möguleiki í stöðunni. Guardian hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til framboðs Harris að þar á bæ hafi menn ekki miklar áhyggjur af málinu, þar sem sjóðirnir hafi alltaf verið ætlaðir til notkunar fyrir Biden og Harris. Þá hefur verið bent á að 100 milljónir dala hafi safnast í sjóðina frá því að Harris tók við. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Í kvörtuninni sakar David Warrington, lögmaður framboðs Trump, Harris um að brjóta gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa skipt út nafni Biden fyrir sitt nafn til að fá aðgang að fjármununum. Hann segir ekki standast lög að breyta einfaldlega nafninu á framboðinu úr „Biden til forseta“ í „Harris til forseta“ til að tryggja Harris aðgengi að 91 milljón dala í sjóðum framboðsins. Í kvörtuninni, sem er átta síður, segir að í raun sé um að ræða 91 milljón dala framlag frá einum forsetaframbjóðanda til annars, sem sé klárt brot á lögum. Lög banni að kandídatar eigi áfram fjármuni sem hafa verið gefnir til kosningabaráttu fyrir kosningar sem þeir munu ekki taka þátt í. Þannig verði Biden að skila umræddum fjármunum til þeirra sem gáfu þá í kosningasjóði hans, fyrst hann ákvað að hætta við framboð sitt. Warrington fer þess á leit að kjörnefndin frysti aðgengi Harris að fjármununum þar til málið er komið á hreint. Óvíst er hvort kvörtunin muni skila nokkru en erlendir miðlar hafa greint frá því að teymi Trump leiti nú allra leiða til að draga úr þeim skriðþunga sem Harris virðist njóta. Málsóknir vegna kosningasjóðanna séu einn möguleiki í stöðunni. Guardian hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til framboðs Harris að þar á bæ hafi menn ekki miklar áhyggjur af málinu, þar sem sjóðirnir hafi alltaf verið ætlaðir til notkunar fyrir Biden og Harris. Þá hefur verið bent á að 100 milljónir dala hafi safnast í sjóðina frá því að Harris tók við.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira