Argentína jafnaði á sextándu mínútu uppbótatímans í fyrsta leik ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 15:11 Soufiane Rahimi, til hægri, fagnar öðru marka sinna með liðsfélaga sínum Bilal el Khannouss. Getty/Tullio M. Puglia Keppni á Ólympíuleikunum í París hófst í dag með tveimur leiknum í knattspyrnu karla þar sem Spánn fagnaði sigri í sínum leik og Argentínumenn náðu jafntefli á móti Marokkó með dramtískum hætti. Marokkómenn komu mikið á óvart í síðustu heimsmeistarakeppni með því að vinna bronsverðlaunin í Katar í desember 2022. Það er greinilega mikil uppsveifla í maróskum fótbolta því lið þeirra var nálægt því að vinna Argentínu í opnunarleik Ólympíuleikanna í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Soufiane Rahimi var hetja Marokkó því hann skoraði bæði mörk liðsins. Fyrst með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og svo úr vítaspyrnu eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Rahimi spilar með Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Varamaðurinn Giuliano Simeone minnkaði muninn fyrir Argentínumenn á 68. mínútu og þeir voru síðan í stanslausri stórsókn á lokamínútunum. Jöfnunarmarkið kom þó ekki fyrr en á sextándu mínútu uppbótatímans en fimmtán mínútum hafði verið bætt við. Cristian Medina kom boltanum þá í netið eftir mikla stórskotahríð. Spánn vann 2-1 sigur á Úsbekistan á sama tíma eftir að Úsbekar höfðu náð að jafna metin. Marc Pubill skoraði fyrra mark Spánverja á 29. mínútu en sigurmarkið skoraði Sergio Gomez á 62. mínútu. Eldor Shomurodov hafði jafnað metin úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Spánverjar fengu víti á 59. mínútu en Sergio Gomez lét verja frá sér. Hann bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið aðeins nokkrum mínútum síðar. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Marokkómenn komu mikið á óvart í síðustu heimsmeistarakeppni með því að vinna bronsverðlaunin í Katar í desember 2022. Það er greinilega mikil uppsveifla í maróskum fótbolta því lið þeirra var nálægt því að vinna Argentínu í opnunarleik Ólympíuleikanna í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Soufiane Rahimi var hetja Marokkó því hann skoraði bæði mörk liðsins. Fyrst með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og svo úr vítaspyrnu eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Rahimi spilar með Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Varamaðurinn Giuliano Simeone minnkaði muninn fyrir Argentínumenn á 68. mínútu og þeir voru síðan í stanslausri stórsókn á lokamínútunum. Jöfnunarmarkið kom þó ekki fyrr en á sextándu mínútu uppbótatímans en fimmtán mínútum hafði verið bætt við. Cristian Medina kom boltanum þá í netið eftir mikla stórskotahríð. Spánn vann 2-1 sigur á Úsbekistan á sama tíma eftir að Úsbekar höfðu náð að jafna metin. Marc Pubill skoraði fyrra mark Spánverja á 29. mínútu en sigurmarkið skoraði Sergio Gomez á 62. mínútu. Eldor Shomurodov hafði jafnað metin úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Spánverjar fengu víti á 59. mínútu en Sergio Gomez lét verja frá sér. Hann bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið aðeins nokkrum mínútum síðar.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira