Öllu gríni fylgi alvara Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 20:16 Sigurjón/Skjáskot Lögreglan lítur falska aðganga sem eru stofnaðir í þeirra nafni alvarlegum augum þó svo að það sé gert í gríni og minnir á að um lögbrot sé að ræða. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, varar við háttseminni og segir öllu gríni fylgja alvara. Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“ TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“
TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira