Blikar renna blint í sjóinn: „Klárir í hvoru tveggja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 15:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar Breiðablik mætir sterku kósóvsku liði Drita í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambansdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir menn spennta fyrir verkefninu. „Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
„Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira