Uppgjörið: Víkingur-Egnatia 0-1 | Víkingar slá slöku við í Sambandsdeildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 18:01 Víkingar sækja að marki Vísir/Ernir Víkingur lá 0-1 fyrir KF Egnatia í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Markmannsmistök kostuðu Víkinga leikinn og þeir fundu fá færi í leit að jöfnunarmarki. Víkingar byrjuðu virkilega vel og voru komnir í frábært færi eftir fimm mínútna leik. Gestirnir stóðu það hins vegar vel af sér, voru þéttir og öruggir í öllum varnaraðgerðum. Unnu sig fljótt inn sóknarlega og hefðu mögulega átt að fá víti þegar Ingvar Jónsson var alltof seinn í úthlaupi, en ekkert dæmt og ekkert VAR. Saga fyrri hálfleiks er mjög einleit. Víkingur með boltann, teygðir og dreifðir með mikið pláss sem enginn nýtti. Gestirnir, KF Egnatia, lágu með marga menn til baka og sóttu í skyndisóknum með ógnarhröðum framherjum. Það var eftir eina slíka skyndisókn sem þeir uppskáru mark. Redi Kasa gaf boltann fyrir, Ingvar Jónsson fékk tvö tækifæri til að grípa og handsama boltann en fipaðist við og missti hann í netið. Hrikaleg mistök. Víkingar fórna höndum eftir að hafa lent undir. vísir / ernir Gestirnir fagna glatt. vísir / ernir Eftir markið færðist enn meiri æsingur í mannskapinn, sem var nokkuð mikill fyrir. Hart barist og tekist á, gestunum voru gefin tvö gul spjöld en leiddu 1-0 í hálfleik. Þeir albönsku komu svo af krafti út í seinni hálfleik og virtust líklegir til að bæta öðru marki við en tókst það ekki. Víkingar tóku stjórnina aftur og reyndu ýmislegt, allt sem þeir gátu hugsað sér, en færin voru af skornum skammti. Í nokkur skipti opnaðist vörn gestanna en markmaður þeirra var alltaf vel staðsettur og lokaði á skot Víkinga. Víkingar komust yfirleitt ekki á endann á fyrirgjöfum. vísir / ernir Atvik leiksins Eins og oft í eins marks leik var það markið sem réði örlögum í kvöld. Hrikaleg mistök hjá Ingvari sem gaf gestunum tækifæri til að leggjast lengst til baka og pakka í vörn. Hefði verið allt annað að hafa þetta opið aðeins lengur og sjá hvernig þróunin yrði þá. Stjörnur og skúrkar Ingvar Jónsson var ekki nógu öruggur í sínum aðgerðum. Heppinn að gefa ekki víti og gaf síðan mark. Jón Guðni Fjóluson svifaseinn og slakur í kvöld. Pablo Punyed með ágætis spilamennsku en missti hausinn stundum. Enginn sem skaraði fram úr hjá heimamönnum. Ilir Dabjani í marki Egnatia á hrós skilið. Öruggur í öllu sínu, vel staðsettur og skilaði nokkrum ágætis vörslum. Endalaus ógn líka í Youba Drame og Lorougnon Doukouo fram á við. Pablo Punyed hefur oft sýnt betri frammistöðu en í kvöld. vísir / ernir Stemning og umgjörð Alls ekkert út á umgjörðina að setja en mætingin í Víkina í kvöld olli vonbrigðum. Ekki nálægt því að vera full stúka og stemningin eftir því, slök. Vel mætt hjá öryggisvörðum og lögregluþjónum hins vegar. Albönsku aðdáendurnir stilltu sig af í samræmi við það og létu engum illum látum. Dómarinn [5] Hefði mátt ýta töluvert meira á eftir gestunum, sem töfðu alveg frá því þeir komust yfir. Markmaðurinn fékk gult, en hefði átt að fá rautt fyrir sínar tafir. Líklega hefðu gestirnir átt að fá víti í upphafi leiks sem dómarinn missti af. Heilt yfir allt í lagi, ekki gott. Viðtöl „Þeim tókst að drepa leikinn, það var þeirra plan og við förum að pirra okkur á því“ Ingvar Jónsson, markmaður Víkings. Vísir/Hulda Margrét „Það kemur fyrirgjöf og boltinn fer einhvern veginn óþægilega upp í loftið. Við náum ekki að koma honum frá og hann dettur fyrir þá, þetta var hrikalegt, röð mistaka hjá okkur,“ sagði Ingar Jónsson markmaður Víkings strax eftir leik. Víkingar sýndu ekki sínar bestu hliðar í dag, urðu undir á mörgum sviðum og voru mjög svekktir út í sjálfa sig. „LaLa, fyrri hálfleikur frekar slakur, aðeins betri í seinni en við vorum frekar fyrirsjáanlegir og hægir fannst mér. Þeir voru búnir að lesa okkur og okkur tókst ekki að koma þeim nógu mikið á óvart og skapa færi. Þeim tókst að drepa leikinn, það var þeirra plan og við förum að pirra okkur á því.“ Hvers vegna liðið hefur ekki verið upp á sitt besta gat Ingvar ekki útskýrt. „Ég veit ekki alveg svarið. Mér fannst við bara fyrirsjáanlegir og hægir, við þurfum að mixa þessu aðeins meira upp og vera beinskeyttari. Hætta þessum fína fótbolta inn á milli og setja hann bara hátt og langt, vinna í kringum seinni boltann. Annars þetta of hægt, hálfgerður handbolti og þeir ná að verjast þessu vel bara. Við fengum einhver færi en ekki nóg.“ Ingvar segir slaka frammistöðu liðsins að undanförnu ekki eitthvað sem hann finnur fyrir utan vallar eða í búningsherberginu. „Nei, bara gamla góða sjálfstraustið sem vantar. Það höktir aðeins og þá fer sjálfstraustið niður, svo þarftu bara einn leik þar sem boltinn syngur í netinu og þá finnurðu taktinn aftur.“ Sambandsdeild Evrópu
Víkingur lá 0-1 fyrir KF Egnatia í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Markmannsmistök kostuðu Víkinga leikinn og þeir fundu fá færi í leit að jöfnunarmarki. Víkingar byrjuðu virkilega vel og voru komnir í frábært færi eftir fimm mínútna leik. Gestirnir stóðu það hins vegar vel af sér, voru þéttir og öruggir í öllum varnaraðgerðum. Unnu sig fljótt inn sóknarlega og hefðu mögulega átt að fá víti þegar Ingvar Jónsson var alltof seinn í úthlaupi, en ekkert dæmt og ekkert VAR. Saga fyrri hálfleiks er mjög einleit. Víkingur með boltann, teygðir og dreifðir með mikið pláss sem enginn nýtti. Gestirnir, KF Egnatia, lágu með marga menn til baka og sóttu í skyndisóknum með ógnarhröðum framherjum. Það var eftir eina slíka skyndisókn sem þeir uppskáru mark. Redi Kasa gaf boltann fyrir, Ingvar Jónsson fékk tvö tækifæri til að grípa og handsama boltann en fipaðist við og missti hann í netið. Hrikaleg mistök. Víkingar fórna höndum eftir að hafa lent undir. vísir / ernir Gestirnir fagna glatt. vísir / ernir Eftir markið færðist enn meiri æsingur í mannskapinn, sem var nokkuð mikill fyrir. Hart barist og tekist á, gestunum voru gefin tvö gul spjöld en leiddu 1-0 í hálfleik. Þeir albönsku komu svo af krafti út í seinni hálfleik og virtust líklegir til að bæta öðru marki við en tókst það ekki. Víkingar tóku stjórnina aftur og reyndu ýmislegt, allt sem þeir gátu hugsað sér, en færin voru af skornum skammti. Í nokkur skipti opnaðist vörn gestanna en markmaður þeirra var alltaf vel staðsettur og lokaði á skot Víkinga. Víkingar komust yfirleitt ekki á endann á fyrirgjöfum. vísir / ernir Atvik leiksins Eins og oft í eins marks leik var það markið sem réði örlögum í kvöld. Hrikaleg mistök hjá Ingvari sem gaf gestunum tækifæri til að leggjast lengst til baka og pakka í vörn. Hefði verið allt annað að hafa þetta opið aðeins lengur og sjá hvernig þróunin yrði þá. Stjörnur og skúrkar Ingvar Jónsson var ekki nógu öruggur í sínum aðgerðum. Heppinn að gefa ekki víti og gaf síðan mark. Jón Guðni Fjóluson svifaseinn og slakur í kvöld. Pablo Punyed með ágætis spilamennsku en missti hausinn stundum. Enginn sem skaraði fram úr hjá heimamönnum. Ilir Dabjani í marki Egnatia á hrós skilið. Öruggur í öllu sínu, vel staðsettur og skilaði nokkrum ágætis vörslum. Endalaus ógn líka í Youba Drame og Lorougnon Doukouo fram á við. Pablo Punyed hefur oft sýnt betri frammistöðu en í kvöld. vísir / ernir Stemning og umgjörð Alls ekkert út á umgjörðina að setja en mætingin í Víkina í kvöld olli vonbrigðum. Ekki nálægt því að vera full stúka og stemningin eftir því, slök. Vel mætt hjá öryggisvörðum og lögregluþjónum hins vegar. Albönsku aðdáendurnir stilltu sig af í samræmi við það og létu engum illum látum. Dómarinn [5] Hefði mátt ýta töluvert meira á eftir gestunum, sem töfðu alveg frá því þeir komust yfir. Markmaðurinn fékk gult, en hefði átt að fá rautt fyrir sínar tafir. Líklega hefðu gestirnir átt að fá víti í upphafi leiks sem dómarinn missti af. Heilt yfir allt í lagi, ekki gott. Viðtöl „Þeim tókst að drepa leikinn, það var þeirra plan og við förum að pirra okkur á því“ Ingvar Jónsson, markmaður Víkings. Vísir/Hulda Margrét „Það kemur fyrirgjöf og boltinn fer einhvern veginn óþægilega upp í loftið. Við náum ekki að koma honum frá og hann dettur fyrir þá, þetta var hrikalegt, röð mistaka hjá okkur,“ sagði Ingar Jónsson markmaður Víkings strax eftir leik. Víkingar sýndu ekki sínar bestu hliðar í dag, urðu undir á mörgum sviðum og voru mjög svekktir út í sjálfa sig. „LaLa, fyrri hálfleikur frekar slakur, aðeins betri í seinni en við vorum frekar fyrirsjáanlegir og hægir fannst mér. Þeir voru búnir að lesa okkur og okkur tókst ekki að koma þeim nógu mikið á óvart og skapa færi. Þeim tókst að drepa leikinn, það var þeirra plan og við förum að pirra okkur á því.“ Hvers vegna liðið hefur ekki verið upp á sitt besta gat Ingvar ekki útskýrt. „Ég veit ekki alveg svarið. Mér fannst við bara fyrirsjáanlegir og hægir, við þurfum að mixa þessu aðeins meira upp og vera beinskeyttari. Hætta þessum fína fótbolta inn á milli og setja hann bara hátt og langt, vinna í kringum seinni boltann. Annars þetta of hægt, hálfgerður handbolti og þeir ná að verjast þessu vel bara. Við fengum einhver færi en ekki nóg.“ Ingvar segir slaka frammistöðu liðsins að undanförnu ekki eitthvað sem hann finnur fyrir utan vallar eða í búningsherberginu. „Nei, bara gamla góða sjálfstraustið sem vantar. Það höktir aðeins og þá fer sjálfstraustið niður, svo þarftu bara einn leik þar sem boltinn syngur í netinu og þá finnurðu taktinn aftur.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti