Þjórsárdalur heillar og synt í Gjánni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2024 20:07 Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem elska það að vera í Þjórsárdal í góðu veðri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stöng og Gjáin í Þjórsárdal eru vinsælir ferðamannastaðir og ekki síst fossinn í Gjánni þar sem margir vaða eða stinga sér jafnvel til sunds eins og ekkert sé. Stöng er merkilegur sögustaður þar sem margir koma við á ferð sinni en Gjáin, sem er mjög fallegt gljúfur í dalnum skammt frá Stöng er sá staður, sem dregur til sín 25 til 30 þúsund ferðamenn á ári enda einstaklega fallegt svæði. Fossinn í Gjánni, sem heitir Gjárfoss vekur þar hvað mesta athygli enda mjög fallegur. Vinsælt er að vaða í vatninu við fossinn, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. „Þetta er æðislegur staður, algjör paradís, sérstaklega þegar veðrið er svona gott, þá er það alveg æði. Þetta er í þriðja skipti sem við komum hingað, annað skiptið mitt.Ég kom hér sem krakki og svo aftur fyrir nokkrum árum. Þetta er alltaf jafn flott,” segja þau Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem nutu góða veðursins um síðustu helgi í Þjórsárdal. Og bæði eru þau sammála um að þetta sé einn af flottustu stöðunum á Íslandi enda algjörlega heilluð. Á að gifta sig hér eða eitthvað svoleiðis? „Það er ekkert versta hugmynd, sem ég hef heyrt en við erum ekki búin að hugsa svo langt. Kannski bara, kannski, hver veit, kemur í ljós,”, segja þau hlæjandi. En er ekki vatnið kalt? „Mjög, mjög, mjög mikið. Maður finnur ekki fyrir því alveg strax en síðan finnur þú fyrir því þegar þú ert komin upp úr. Það er eins og maður setji helling af klaka ofan í,” segja vinkonurnar Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea 8 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum. Vinkonurnar, frá vinstri, Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea Mist 8 ára og Eyja 3 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er alltaf einn og einn sem syndir í vatninu fyrir neðan fossinn. „Þetta er yndislegur staður, við erum að koma hér á ári hverju liggur við, það bara yndislegt að vera hérna. Gott veður alltaf og gott að fara í ánna,” segir Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal. Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal, sem er duglegur að mæta í dalinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Sjá meira
Stöng er merkilegur sögustaður þar sem margir koma við á ferð sinni en Gjáin, sem er mjög fallegt gljúfur í dalnum skammt frá Stöng er sá staður, sem dregur til sín 25 til 30 þúsund ferðamenn á ári enda einstaklega fallegt svæði. Fossinn í Gjánni, sem heitir Gjárfoss vekur þar hvað mesta athygli enda mjög fallegur. Vinsælt er að vaða í vatninu við fossinn, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. „Þetta er æðislegur staður, algjör paradís, sérstaklega þegar veðrið er svona gott, þá er það alveg æði. Þetta er í þriðja skipti sem við komum hingað, annað skiptið mitt.Ég kom hér sem krakki og svo aftur fyrir nokkrum árum. Þetta er alltaf jafn flott,” segja þau Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem nutu góða veðursins um síðustu helgi í Þjórsárdal. Og bæði eru þau sammála um að þetta sé einn af flottustu stöðunum á Íslandi enda algjörlega heilluð. Á að gifta sig hér eða eitthvað svoleiðis? „Það er ekkert versta hugmynd, sem ég hef heyrt en við erum ekki búin að hugsa svo langt. Kannski bara, kannski, hver veit, kemur í ljós,”, segja þau hlæjandi. En er ekki vatnið kalt? „Mjög, mjög, mjög mikið. Maður finnur ekki fyrir því alveg strax en síðan finnur þú fyrir því þegar þú ert komin upp úr. Það er eins og maður setji helling af klaka ofan í,” segja vinkonurnar Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea 8 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum. Vinkonurnar, frá vinstri, Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea Mist 8 ára og Eyja 3 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er alltaf einn og einn sem syndir í vatninu fyrir neðan fossinn. „Þetta er yndislegur staður, við erum að koma hér á ári hverju liggur við, það bara yndislegt að vera hérna. Gott veður alltaf og gott að fara í ánna,” segir Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal. Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal, sem er duglegur að mæta í dalinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Sjá meira