Feðgar með 90 ára reynslu á elstu og minnstu rakarastofu landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júlí 2024 19:00 Feðgarnir Haraldur Hinriksson og Hinrik Haraldsson hafa samtals 90 ára starfsreynslu sem rakarar. Þeir starfa á Hársnyrtingu Hinriks sem er líklega á ein elsta og minnsta rakarastofa landsins. Vísir/Sigurjón/Hjalti Ein elsta og minnsta rakarastofa landsins er á Akranesi en sjálft húsið verður hundrað ára á þessu ári. Þar starfa samrýmdir feðgar með samtals níutíu ára starfsreynslu. Þeir eru hvergi nærri hættir að klippa og raka en sá yngri ætlar að minnsta kosti að starfa áfram í húsinu í þrjátíu ár í við viðbót. Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu. Hár og förðun Akranes Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu.
Hár og förðun Akranes Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira