Feðgar með 90 ára reynslu á elstu og minnstu rakarastofu landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júlí 2024 19:00 Feðgarnir Haraldur Hinriksson og Hinrik Haraldsson hafa samtals 90 ára starfsreynslu sem rakarar. Þeir starfa á Hársnyrtingu Hinriks sem er líklega á ein elsta og minnsta rakarastofa landsins. Vísir/Sigurjón/Hjalti Ein elsta og minnsta rakarastofa landsins er á Akranesi en sjálft húsið verður hundrað ára á þessu ári. Þar starfa samrýmdir feðgar með samtals níutíu ára starfsreynslu. Þeir eru hvergi nærri hættir að klippa og raka en sá yngri ætlar að minnsta kosti að starfa áfram í húsinu í þrjátíu ár í við viðbót. Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu. Hár og förðun Akranes Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu.
Hár og förðun Akranes Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira