Bjórinn á rúmlega tvö þúsund krónur í erfiðum rekstri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 20:37 Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione veitingamenn á Jaja Ding Dong Húsavík þegar staðurinn opnaði í júlí árið 2020. aðsend Hálfur lítri af bjórnum Bola kostar 2250 krónur á barnum Ja Ja Ding Dong á Húsavík. Á þessu vekur árvökull neytandi á Facebookhópi sem snýst um verðlagshækkanir. Eigandi staðarins segir reksturinn erfiðan og beinir sjónum að slæmum samgöngum á Norðausturlandi sem verði til þess að ferðamenn hringsnúist aðeins á Suðurlandinu. Áður hefur verið fjallað um hækkandi bjórverð hér á landi. Á sama tíma og verðið hefur hækkað hafa mörg bjórglösin minnkað, úr 500 millilítrum í 400 millilítra. Dæmi er um að bjórinn hafi verið seldur á 2000 krónur, og það á tilboði. Örlygur Hnefill Jónsson er einn eiganda Fasteignafélags Húsavíkur, sem meðal annars rekur Ja Ja Ding Dong. Barinn opnaði í júlí árið 2020 og er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. Örlygur Hnefill segist í samtali við Vísi ekki hafa velt bjórverðinu sérstaklega fyrir sér, en beinir sjónum að erfiðum aðstæðum til reksturs á Húsavík. „Þetta er erfiðara en þar sem fjölmennið er. Við erum með töluvert mannahald og svo á er nokkur skerðing í gistibókunum hér,“ segir Örlygur Hnefill. Hann segir 80 prósent af ferðamanna vanalega flutta eftir suðurleiðinni um landið, að Höfn í Hornafirði og til baka. Berjast fyrir þjóðina „Ég hef barist fyrir því lengi að það verði eitthvað gert til að laga hér brýr í Þingeyjarsýslu. Við erum hér með demantshringinn, Dettifoss, hluta af Vatnajökli og Ásbyrgi. Skjálfandaflóann. Allt þar á milli. En það er ekkert gert til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn til að koma inn á þetta svæði. Ég hef ekki fylgst með verði á bjór þarna en það eru lítil umsvif meðal annars út af þessu.“ Mikilvægast sé að halda umsvifum. „Til þess að það fáa fólk sem vill koma til okkar hafi þó hótelgistingu. Og hún er bara á eðlilegu verði, í raun lágu verði.“ „Við erum að framleiða hér meira rafmagn núna en annars staðar á landinu og erum að berjast fyrir þessa þjóð. En ef einhver bjórflaska kostar nokkrum hundrað köllum meira og það er fréttaefni þá verður svo að vera,“ segir Örlygur. Standa straum af kostnaði Sonur Örlygs Hnefils heitir Gunnar Hnefill og hefur staðið í daglegum rekstri barsins. „Það er bara verið að standa undir kostnaði á litlum stað, sem er ekki að taka marga gesti. Margir aðrir staðir fóru að minnka magn. Þá er lægra verð en í raun ekki,“ segir Gunnar Hnefill í samtali við Vísi. „Ég tók við þessu fyrirtæki í fyrra þegar það var komið á erfiðan stað, eftir Covid og fleiri hluti. Maður er bara að standa straum af kostnaði. Ef ég væri að reka bar í Reykjavík væri maður með annars konar konsept,“ segir Gunnar. Hann nefnir einnig þyngri lánabyrði með hærri stýrivöxtum auk samgangna á norðausturlandi. „Við erum með ónýta brú hérna til Húsavíkur sem átti að endurnýja fyrir hartnær fimmtíu árum, en hefur enn ekki verið farið í.“ Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Verðlag Neytendur Samgöngur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Áður hefur verið fjallað um hækkandi bjórverð hér á landi. Á sama tíma og verðið hefur hækkað hafa mörg bjórglösin minnkað, úr 500 millilítrum í 400 millilítra. Dæmi er um að bjórinn hafi verið seldur á 2000 krónur, og það á tilboði. Örlygur Hnefill Jónsson er einn eiganda Fasteignafélags Húsavíkur, sem meðal annars rekur Ja Ja Ding Dong. Barinn opnaði í júlí árið 2020 og er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. Örlygur Hnefill segist í samtali við Vísi ekki hafa velt bjórverðinu sérstaklega fyrir sér, en beinir sjónum að erfiðum aðstæðum til reksturs á Húsavík. „Þetta er erfiðara en þar sem fjölmennið er. Við erum með töluvert mannahald og svo á er nokkur skerðing í gistibókunum hér,“ segir Örlygur Hnefill. Hann segir 80 prósent af ferðamanna vanalega flutta eftir suðurleiðinni um landið, að Höfn í Hornafirði og til baka. Berjast fyrir þjóðina „Ég hef barist fyrir því lengi að það verði eitthvað gert til að laga hér brýr í Þingeyjarsýslu. Við erum hér með demantshringinn, Dettifoss, hluta af Vatnajökli og Ásbyrgi. Skjálfandaflóann. Allt þar á milli. En það er ekkert gert til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn til að koma inn á þetta svæði. Ég hef ekki fylgst með verði á bjór þarna en það eru lítil umsvif meðal annars út af þessu.“ Mikilvægast sé að halda umsvifum. „Til þess að það fáa fólk sem vill koma til okkar hafi þó hótelgistingu. Og hún er bara á eðlilegu verði, í raun lágu verði.“ „Við erum að framleiða hér meira rafmagn núna en annars staðar á landinu og erum að berjast fyrir þessa þjóð. En ef einhver bjórflaska kostar nokkrum hundrað köllum meira og það er fréttaefni þá verður svo að vera,“ segir Örlygur. Standa straum af kostnaði Sonur Örlygs Hnefils heitir Gunnar Hnefill og hefur staðið í daglegum rekstri barsins. „Það er bara verið að standa undir kostnaði á litlum stað, sem er ekki að taka marga gesti. Margir aðrir staðir fóru að minnka magn. Þá er lægra verð en í raun ekki,“ segir Gunnar Hnefill í samtali við Vísi. „Ég tók við þessu fyrirtæki í fyrra þegar það var komið á erfiðan stað, eftir Covid og fleiri hluti. Maður er bara að standa straum af kostnaði. Ef ég væri að reka bar í Reykjavík væri maður með annars konar konsept,“ segir Gunnar. Hann nefnir einnig þyngri lánabyrði með hærri stýrivöxtum auk samgangna á norðausturlandi. „Við erum með ónýta brú hérna til Húsavíkur sem átti að endurnýja fyrir hartnær fimmtíu árum, en hefur enn ekki verið farið í.“
Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Verðlag Neytendur Samgöngur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira