Kanada komst áfram þrátt fyrir að missa sex stig vegna njósnaskandalsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 21:18 Leikmenn kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta fagna sigurmarki Vanessu Gilles gegn Kólumbíu. getty/Marc Atkins Riðlakeppni fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum lauk í dag. Þrátt fyrir að hafa misst sex stig vegna njósnaskandalsins komst Kanada áfram í átta liða úrslit. Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira