Góða skemmtun kæru landsmenn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 16:00 Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar, og snýr að því að hvetja fólk til að skemmta sér á ábyrgan hátt og tryggja öryggi allra, á stórum sem smáum viðburðum. Verslunarmannahelgin, sem nú er runnin í garð, er ein helsta ferðahelgi sumarsins og hefur eftirvæntingin og undirbúningurinn verið mikill. Um helgina munu þúsundir koma saman á fjölmörgum viðburðum og skemmtunum hringinn í kringum landið til að njóta samverunnar og gleðjast. Við viljum tryggja að allar skemmtanir verði góðar, lausar við ofbeldi, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega og meiðandi hegðun. Komum vel fram hvort við annað og verum vakandi fyrir umhverfi okkar, stuðlum að öryggi í samskiptum, virðum mörk og segjum frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem við upplifum okkur örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Það er einfaldlega svo að slagsmál, ógnanir, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eru ólíðandi og eiga ekkert skylt við góða skemmtun. Á vef lögreglunnar og Neyðarlínunnar má finna mikilvægar upplýsingar og ráð til viðburðahaldara, foreldra og ungmenna um hvernig best er að tryggja öryggi á skemmtunum. Kynnum okkur þetta efni og deilum til að stuðla að betri og öruggari skemmtunum um helgina, og það sem eftir lifir sumars. Góð skemmtun þýðir að við komum heil heim. Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að gera sumarhátíðirnar skemmtilegar og ánægjulegar. Förum varlega í umferðinni og munum að eftir einn ei aki neinn. Frekari upplýsingar um vitundarvakninguna „Góða skemmtun", má finna á vef lögreglunnar og ofbeldisgátt Neyðarlínunnar 112.is. Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn! Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar, og snýr að því að hvetja fólk til að skemmta sér á ábyrgan hátt og tryggja öryggi allra, á stórum sem smáum viðburðum. Verslunarmannahelgin, sem nú er runnin í garð, er ein helsta ferðahelgi sumarsins og hefur eftirvæntingin og undirbúningurinn verið mikill. Um helgina munu þúsundir koma saman á fjölmörgum viðburðum og skemmtunum hringinn í kringum landið til að njóta samverunnar og gleðjast. Við viljum tryggja að allar skemmtanir verði góðar, lausar við ofbeldi, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega og meiðandi hegðun. Komum vel fram hvort við annað og verum vakandi fyrir umhverfi okkar, stuðlum að öryggi í samskiptum, virðum mörk og segjum frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem við upplifum okkur örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Það er einfaldlega svo að slagsmál, ógnanir, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eru ólíðandi og eiga ekkert skylt við góða skemmtun. Á vef lögreglunnar og Neyðarlínunnar má finna mikilvægar upplýsingar og ráð til viðburðahaldara, foreldra og ungmenna um hvernig best er að tryggja öryggi á skemmtunum. Kynnum okkur þetta efni og deilum til að stuðla að betri og öruggari skemmtunum um helgina, og það sem eftir lifir sumars. Góð skemmtun þýðir að við komum heil heim. Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að gera sumarhátíðirnar skemmtilegar og ánægjulegar. Förum varlega í umferðinni og munum að eftir einn ei aki neinn. Frekari upplýsingar um vitundarvakninguna „Góða skemmtun", má finna á vef lögreglunnar og ofbeldisgátt Neyðarlínunnar 112.is. Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn! Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar