Furðar sig á kjötafurðarstöðvunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 19:39 Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna. vísir Bændasamtökin furða sig á því að stóru kjötafurðarstöðvarnar noti ekki nýja upprunavottun sem var gerð til að tryggja hag neytenda. Formaður samtakanna kallar eftir því að lög um upprunamerkingar verði hert Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“ Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“
Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent