Lífið

Mennta­fólk kveður út­sýnið af einkaflugvélunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íbúðinni fylgir útsýni til allra átta.
Íbúðinni fylgir útsýni til allra átta. Lind

Þórdís Sigurðardóttir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Kristján Vigfússon háskólakennari hafa sett þakíbúð sína að Hlíðarfæti í Vatnsmýrinni á sölu. Úr íbúðinni er útsýni til allra átta, meðal annars yfir aðsetur einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvelli.

Um er að ræða 194,6 fermetra íbúð á fimmtu og efstu hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðinni fylgja tvö bílastæði auk bílskúrs. Aukin lofthæð er í íbúðinni, tvö baðherbergi, sér þvottahús, gólfsíðir gluggar og gólfhiti, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. 

Fjölbýlishúsið var byggt árið 2020 en uppsett verð fyrir íbúðina er 184,5 milljónir króna. Öllum innréttingum, skápum, tækjum, gólfefnum og fleiru var skipt út við kaup. Rúmgóð hjónasvíta er í íbúðinni, sem samtals er þrjátíu fermetrar að stærð. Henni fylgir fataherbergi og sér baðherbergi.

Sjá nánar á fasteignavef Vísis. 

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind

Lind





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.