Fólk einfaldi matseldina um helgina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 10:50 Jói Fel hefur haft í nógu að snúast. Vísir/Vilhelm Jói Fel bakari og matreiðslumaður með meiru hvetur landsmenn til þess að flækja ekki hlutina að óþörfu þegar kemur að matseldinni og nestisgerð fyrir Verslunarmannahelgina. Hann segir auðvelt að henda peningum í ruslið með að ætla sér um of. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“ Bítið Matur Ferðalög Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“
Bítið Matur Ferðalög Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira