Þjóðhátíð var sett með pompi og prakt í gær.Bent M
Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra.
Tvíeykið Mammaðín steig á stokk og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og vöktu mikla lukku.
Bubbi Morthens steig svo á svið uppúr klukkan 22:00 og það ætlaði allt um koll að keyra og þessi 68 ára gamli snillingur keyrði upp alveg stórkostlega stemmningu með öllum sínum bestu lögum.
Í Facebook færslu í morgun sagði Bubbi „Eigum við ekki bara að vera heiðarleg og segja bara: Ég átti Dalinn. Maður má segja þetta þegar maður er orðinn 68 ára – það er bara svoleiðis.“ Patrik Atlason, Prettyboitjokkó, steig svo á svið á eftir Bubba ásamt fríðu föruneyti og flutti meðal annars lag ársins 2023, Skína. Á miðnætti var svo kveikt í Brennunni á Fjósaklett.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, var við setningunnar ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni og Lilju alfreðs. Þau voru í fylgd Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra og fleirra. Eftir setninguna fór föruneytið í Hvítu tjöldin í heimboð til heimamanna.
Halla þáði heimboð í Hvítu tjöldin ásamt Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra.Bent MHalla Tómasdóttir, forseti Íslands, var viðstödd setningu hátíðarinnar.Bent MÍ föruneyti forsetans voru þau Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Harðar Grettisson, formaður ÍBV, Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV og Jónas Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Bent MJóhanna Guðrún heillaði brekkuna.Bent MJóhanna Guðrún flutti þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, sem samið var af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur.Bent MGuðrún Ýr Norðfjörð, betur þekkt sem GDRN, tók sín bestu lög.Bent MMargmenni var í Herjólfsdal að vana.Bent M