Sigraði lærisvein sinn og vann fjórðu gullverðlaunin Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. ágúst 2024 13:00 Vincent Hancock hefur lofað að kenna Connor Prince allt sem hann kann. Charles McQuillan/Getty Images Vincent Hancock upplifði mikla togstreitu innra með sér í leirdúfuskotfimikeppninni í gær en á endanum sigraði keppnisskapið og hann lagði lærisvein sinn Conner Prince á leið að fjórða Ólympíugullinu. Hancock varð í gærkvöldi sá sjötti í sögunni til að vinna sömu keppni á fjórum Ólympíuleikum í röð. Hann segir sigurinn sætan og hafði gaman af því að keppa við lærisvein sinn. „Ég er búinn að segja við hann í nokkur ár að eina manneskjan sem gæti slegið mín met er hann. Hann sannaði það í gær að hann er tilbúinn til að keppa á stærsta sviðinu. Hann á margt eftir ólært en getur náð mjög langt. Þetta var erfitt fyrir mig því ég vildi sjá hann vinna, en á sama tíma vildi ég auðvitað vinna sjálfur. Ég hef alltaf sagt honum að ég muni kenna honum allt sem ég veit,“ sagði Hancock í viðtali við The Guardian. Félagarnir klöppuðu hver fyrir öðrum og gáfu háar fimmur milli umferða. Charles McQuillan/Getty Images Hancock er aðeins sá sjötti í sögunni sem vinnur sömu keppni á Ólympíuleikunum fjórum sinnum. Það hefur hann gert í Peking 2008, London 2012, Tókýó 2020/21 og í París í gær. Hann endaði í 15. sæti á leikunum í Ríó 2016. „Hann er þjálfarinn minn og maðurinn sem ég vil vinna. Hann er örugglega besta skytta allra tíma þannig að fyrir mig að enda í öðru sæti á eftir honum er algjör heiður,“ sagði Prince. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Tengdar fréttir Stigahæsti Íslendingur sögunnar hitti úr öllum skotum í lokaumferðinni Hákon Þór Svavarsson átti frábæra lokaumferð í leirdúfuskotfimikeppni Ólympíuleikanna. Hann komst ekki áfram í úrslit en kvaddi með því að hitta úr 25 af 25 skotum og stimplaði sig út sem stigahæsti Íslendingur sögunnar. 3. ágúst 2024 11:58 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Hancock varð í gærkvöldi sá sjötti í sögunni til að vinna sömu keppni á fjórum Ólympíuleikum í röð. Hann segir sigurinn sætan og hafði gaman af því að keppa við lærisvein sinn. „Ég er búinn að segja við hann í nokkur ár að eina manneskjan sem gæti slegið mín met er hann. Hann sannaði það í gær að hann er tilbúinn til að keppa á stærsta sviðinu. Hann á margt eftir ólært en getur náð mjög langt. Þetta var erfitt fyrir mig því ég vildi sjá hann vinna, en á sama tíma vildi ég auðvitað vinna sjálfur. Ég hef alltaf sagt honum að ég muni kenna honum allt sem ég veit,“ sagði Hancock í viðtali við The Guardian. Félagarnir klöppuðu hver fyrir öðrum og gáfu háar fimmur milli umferða. Charles McQuillan/Getty Images Hancock er aðeins sá sjötti í sögunni sem vinnur sömu keppni á Ólympíuleikunum fjórum sinnum. Það hefur hann gert í Peking 2008, London 2012, Tókýó 2020/21 og í París í gær. Hann endaði í 15. sæti á leikunum í Ríó 2016. „Hann er þjálfarinn minn og maðurinn sem ég vil vinna. Hann er örugglega besta skytta allra tíma þannig að fyrir mig að enda í öðru sæti á eftir honum er algjör heiður,“ sagði Prince.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Tengdar fréttir Stigahæsti Íslendingur sögunnar hitti úr öllum skotum í lokaumferðinni Hákon Þór Svavarsson átti frábæra lokaumferð í leirdúfuskotfimikeppni Ólympíuleikanna. Hann komst ekki áfram í úrslit en kvaddi með því að hitta úr 25 af 25 skotum og stimplaði sig út sem stigahæsti Íslendingur sögunnar. 3. ágúst 2024 11:58 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Stigahæsti Íslendingur sögunnar hitti úr öllum skotum í lokaumferðinni Hákon Þór Svavarsson átti frábæra lokaumferð í leirdúfuskotfimikeppni Ólympíuleikanna. Hann komst ekki áfram í úrslit en kvaddi með því að hitta úr 25 af 25 skotum og stimplaði sig út sem stigahæsti Íslendingur sögunnar. 3. ágúst 2024 11:58
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum