Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 12:27 Yvette Cooper er innanríkisráðherra Bretlands. Hún hefur kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum sem ná þar flugi. AP Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer. Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer.
Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30