Beinar útsendingar frá öllum þremur leikjum kvöldsins í Bestu-deild karla hefjast klukkan 19:05. Á Stöð 2 Sport tekur Breiðablik á móti Fylki, Valur heimsækir KA á Stöð 2 Sport 5 og Fram fær Stjörnuna í heimsókn á hliðarrás Bestu-deildarinnar.
Að leikjunum þremur loknum taka Ísey Tilþrifin við keflinu þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins á Stöð 2 Sport.
Þá eigast Guardians og Diamondbacks við í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta á Vodafone Sport klukkan 22:30.