Kennedy yngri losaði sig við bjarnarhúnshræ í Central Park Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 19:22 Robert F. Kennedy yngri. getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy yngri viðurkennir í myndbandi á X að hafa losað sig við bjarnarhúnshræ í almenningsgarðinum Central Park í New York fyrir tíu árum síðan. Atvikið vakti mikla athygli og furðu á sínum tíma. Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira