Frakkar í úrslit eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2024 21:45 Jean-Philippe Mateta fagnar öðru marki sínu með þjálfara franska liðsins, Thierry Henry. Claudio Villa/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í framlengdum leik. Frakkar voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins, en það voru þó Egyptar sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Mahmoud Saber egypska liðinu á 62. mínútu og Frakkar því með bakið upp við vegg. Eftir látlausa sókn franska liðsins jafnaði Jean-Philippe Mateta hins vegar metin fyrir Frakka á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise og því stefndi allt í framlengingu. 83'—Olise ➡️ MatetaFrance level it late to keep their Olympics dream alive 😤 pic.twitter.com/pjtZNxXNU8— B/R Football (@brfootball) August 5, 2024 Franska liðið vildi fá vítaspyrnu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar varnarmaður Egypta handlék knöttinn innan vítateigs, en eftir langa skoðun myndbandsdómara var ekkert dæmt og því var enn jafnt þegar uppbótartímanum lauk. Egyptar komu sér svo í vandræði strax í upphafi framlengingarinnar. Aðeins einni og hálfri mínútu eftir að framlengingin hófst nældi Omar Fayed sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Egypska liðið þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Franska liðið nýtti sér liðsmuninn og Jean--Philippe Mateta var aftur á ferðinni þegar hann kom Frökkum í forystu á 99. mínútu áður en Michael Olise bætti þriðja marki liðsins við á 108. mínútu. Manni færri náðu Egyptar ekki að snúa genginu við og niðurstaðan varð 3-1 sigur Frakka sem eru á leið í úrslit þar sem þeir mæta Spánverjum. Egyptar munu hins vegar leika um bronsið þar sem mótherji þeirra verður Marokkó. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Frakkar voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins, en það voru þó Egyptar sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Mahmoud Saber egypska liðinu á 62. mínútu og Frakkar því með bakið upp við vegg. Eftir látlausa sókn franska liðsins jafnaði Jean-Philippe Mateta hins vegar metin fyrir Frakka á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise og því stefndi allt í framlengingu. 83'—Olise ➡️ MatetaFrance level it late to keep their Olympics dream alive 😤 pic.twitter.com/pjtZNxXNU8— B/R Football (@brfootball) August 5, 2024 Franska liðið vildi fá vítaspyrnu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar varnarmaður Egypta handlék knöttinn innan vítateigs, en eftir langa skoðun myndbandsdómara var ekkert dæmt og því var enn jafnt þegar uppbótartímanum lauk. Egyptar komu sér svo í vandræði strax í upphafi framlengingarinnar. Aðeins einni og hálfri mínútu eftir að framlengingin hófst nældi Omar Fayed sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Egypska liðið þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Franska liðið nýtti sér liðsmuninn og Jean--Philippe Mateta var aftur á ferðinni þegar hann kom Frökkum í forystu á 99. mínútu áður en Michael Olise bætti þriðja marki liðsins við á 108. mínútu. Manni færri náðu Egyptar ekki að snúa genginu við og niðurstaðan varð 3-1 sigur Frakka sem eru á leið í úrslit þar sem þeir mæta Spánverjum. Egyptar munu hins vegar leika um bronsið þar sem mótherji þeirra verður Marokkó.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira