Segir líforkuver risastórt skref í átt að matvælaöryggi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2024 12:30 Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuversins risastórt og mikilvægt skref fyrir landið. Vísir/Einar Matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði stórt skref fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi sem og í átt að betra hringrásarhagkerfi. Stefnt er að því að hefjast handa á næsta ári og taka á verið í notkun 2028. Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey. Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey.
Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent