Alice varð í fjórða sæti í greininni á eftir Winfred Yavi (Barein), Peruth Chemutai (Úganda) og Faith Cherotich (Kenía). Tíminn 8:58,67 dugði því ekki til að komast á verðlaunapall en Evrópumet var sett engu að síður.
Hún stoppaði stutt við eftir hlaupið, dreif sig svo að stúkunni og bað Bruno Martínez Bargiela.
Alice Finot en los 3000 con obstáculos quedó en cuarto puesto, récord de Europa y pidió la mano de su novio... una francesa chingona!#Paris2024 #OlympicGames #LCDLFMX2 #Monterrey #AliceFinot pic.twitter.com/xgMxTMSeR1
— Jose Manuel Flores (@tw_jmf) August 7, 2024
„Ég sagði sjálfri mér að ef ég myndi hlaupa á undir níu mínútum, því níu er happatalan mín og við höfum verið saman í níu ár, þá myndi ég biðja hans. Ég er mjög óhefðbundin og þar sem hann var ekki búinn að biðja mín ákvað ég að gera það,“ sagði Alice.
Það er mögulega óhefðbundið að kona biðji manns en líklega enn óhefðbundnara að gefa ekki trúlofunarhring, í stað þess var Bruno beðið með nælu sem á stóð „Ástin er í París“.
