Hundurinn í hættu eftir að súkkulaði var sett inn um lúguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2024 10:01 Hundur Jóns Bergs, Berlín, komst í súkkulaði frá tryggingarfélaginu Verði Vísir Eigandi hunds sem veiktist alvarlega, eftir að hafa étið sendingu frá tryggingafélagi sem kom inn um bréfalúguna, bendir á að fólk viti aldrei hver sé hinu megin við dyrnar, hvort sem það er gæludýr eða barn með bráðaofnæmi. Því sé ekki ráðlegt að senda fólki mat í pósti. Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“ Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“
Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira