Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2024 12:23 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. Brottvísuninni var mótmælt á Keflavíkurflugvelli en hælisleitendur sem dvelja enn hér á landi segja ástandið í heimalandinu aldrei hafa verið verra. Í síðustu viku lýsti forseti landsins Nicolas Maduro yfir sigri í forsetakosningum en margir telja niðurstöður og framkvæmd kosninganna ólögmæta. Fá ríki hafa viðurkennt sigur Maduros, þar á meðal Rússland, Kína og Bólivía. Nokkur önnur ríki hafa lýst því yfir að andstæðingur Maduros í kosningunum, Edmundo Gonzalez, sé réttmætur sigurvegari, þar á meðal Bandaríkin og Argentína. Óöld hefur ríkt í landinu eftir kosningar og mótmælt hefur verið víða um land. Á annað þúsund hafa verið handteknir og tæplega þrjátíu hafa látist í mótmælunum. Útlendingastofnun segist meta stöðuna í landinu stöðugt en að almennar aðstæður í landinu leiði ekki til þess að allir sem þaðan koma eigi rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segist treysta mati Útlendingayfirvalda. „Þessi málaflokkur er þannig að það þarf að leggja mjög reglulega mat á stöðu mála. Ég treysti Útlendingastofnun og ég veit að stofnunin horfir til þess sem nágrannaríkin okkar eru að gera og horfir á mat alþjóðastofnana og annarra ríkja á ástandinu. Þannig já, ég treysti þeim fullkomlega,“ segir Bryndís. Einu sinni á ári fundar dómsmálaráðherra með nefndinni um útlendingamálin. Bryndís gerir ráð fyrir að sá fundur verði núna í haust. „Því miður þá búa ekki allir við frjálsar og öruggar kosningar og það er svo sannarlega þannig í Venesúela núna. En það er ekki endilega þannig að öll þau ríki sem búa ekki við lýðræði og frjálsar og öruggar kosningar geti fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar,“ segir Bryndís. „En ástandið í Venesúela er svo sannarlega ekki gott og við vonum auðvitað að þar lægi öldurnar og fólkið þar muni búa við öryggi til framtíðar.“ Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Brottvísuninni var mótmælt á Keflavíkurflugvelli en hælisleitendur sem dvelja enn hér á landi segja ástandið í heimalandinu aldrei hafa verið verra. Í síðustu viku lýsti forseti landsins Nicolas Maduro yfir sigri í forsetakosningum en margir telja niðurstöður og framkvæmd kosninganna ólögmæta. Fá ríki hafa viðurkennt sigur Maduros, þar á meðal Rússland, Kína og Bólivía. Nokkur önnur ríki hafa lýst því yfir að andstæðingur Maduros í kosningunum, Edmundo Gonzalez, sé réttmætur sigurvegari, þar á meðal Bandaríkin og Argentína. Óöld hefur ríkt í landinu eftir kosningar og mótmælt hefur verið víða um land. Á annað þúsund hafa verið handteknir og tæplega þrjátíu hafa látist í mótmælunum. Útlendingastofnun segist meta stöðuna í landinu stöðugt en að almennar aðstæður í landinu leiði ekki til þess að allir sem þaðan koma eigi rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segist treysta mati Útlendingayfirvalda. „Þessi málaflokkur er þannig að það þarf að leggja mjög reglulega mat á stöðu mála. Ég treysti Útlendingastofnun og ég veit að stofnunin horfir til þess sem nágrannaríkin okkar eru að gera og horfir á mat alþjóðastofnana og annarra ríkja á ástandinu. Þannig já, ég treysti þeim fullkomlega,“ segir Bryndís. Einu sinni á ári fundar dómsmálaráðherra með nefndinni um útlendingamálin. Bryndís gerir ráð fyrir að sá fundur verði núna í haust. „Því miður þá búa ekki allir við frjálsar og öruggar kosningar og það er svo sannarlega þannig í Venesúela núna. En það er ekki endilega þannig að öll þau ríki sem búa ekki við lýðræði og frjálsar og öruggar kosningar geti fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar,“ segir Bryndís. „En ástandið í Venesúela er svo sannarlega ekki gott og við vonum auðvitað að þar lægi öldurnar og fólkið þar muni búa við öryggi til framtíðar.“
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira