„Þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2024 22:42 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld. „Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki leikinn. Mér fannst við miklu betra lið í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum miklu líklegri til að fara með leikinn í þrjú eða fjögur eitt frekar en að fá þetta jöfnunar mark á okkur. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins og sérstaklega í seinni hálfleik þar sem mér fannst hún frábær. Þá vorum við virkilega góðir, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Halldór áður en hann bætti við: „Önnur viðbrögð sem mér leiðist að þurfa að nefna en dómgæslan hér í dag hefur rosaleg áhrif á það sem gerist í leiknum. Fyrri hálfleikurinn, sem var ákveðin skák, þá fannst mér eins og við værum með þá en þeir voru bara að beita löngum boltum frá Árna [Snæ Ólafssyni] og Gumma [Kristjánssyni] upp á Emil [Atlason]. Boltar sem mér fannst Damir [Muminovic] og Viktor [Örn Margeirsson] díla mjög vel við.“ „Samt förum við inn í hálfleikinn 1-0 undir vegna þess að þeir fá vítaspyrnu, þar sem Davíð Ingvars stendur inn í teig, ég held það hafi verið Emil, sem setur báðar hendur á hann og grýtir honum í jörðina og það er nær því að vera gult spjald frekar en eitthvað annað. Svo stendur hann upp, snýr baki í leikinn og snýr sér við með höndina alveg upp við fótinn á sér. Boltinn skoppar upp í höndina á honum og þá er dæmd vítaspyrna,“ sagði Halldór áður en hann hélt áfram aðspurður nánar út í málið. „Boltinn fór í höndina á honum og allt það en það sem gerist á undan, að enginn af þessum fjórum ágætu dómurum hafi séð það er ótrúlegt. Það sem er enn þá ótrúlegra er að þegar ég ræði við þá, þá fæ ég einhverja söguskýringu um eitthvað atvik sem átti sér stað sennilega í einhverjum öðrum heimi eða í einhverjum öðrum leik. Lýsingar að Davíð hefði brotið á sér, það er ótrúlegt. Það verður erfitt fyrir þá, dómarana, að sjá þetta aftur. Svo þegar ég spurði aftur þá fékk ég þau skilaboð að ef ég myndi spyrja aftur þá fengi ég rautt spjald. Þannig gengum við frá málinu.“ Halldór fékk síðar gult spjald frá Sigurði Hirti dómara, spjald sem hann telur að hafi alltaf verið á leiðinni sama hvað en spjaldið fékk Halldór fyrir að skamma sinn eigin leikmann. „Ég sagði við Viktor Örn að hann mætti ekki brjóta, hann var að pressa Helga Fróða upp og pressaði með til baka. Mér fannst við vera með þá, svo fer Viktor aftan í hann Helga og ég sýni eitthvað látbragð í áttina að Viktori og lét hann vita að hann ætti ekki að brjóta. Dómarinn var bara búinn að bíða eftir því að spjalda mig frá því í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór „Svo er sparkað í andlitið á Höskuldi þegar hann er að reyna að skalla boltann í netið nánast frá marklínu, þá er enginn vítaspyrna í því auðvitað. Það er ógeðslega leiðinlegt að þurfa að tala um þetta og ég veit að þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur, sérstaklega þegar þeir fara yfir skýringarnar sem fylgdu,“ sagði Halldór Árnason að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira