Álvarez kemur til Atlético frá Englandsmeisturum Manchester City fyrir 81,5 miljón punda, samkvæmt BBC, eða jafnvirði 14,4 milljarða króna. Atlético þarf fyrst að borga 64,4 milljónir punda en restina síðar, samkvæmt ákveðnum skilyrðum.
Álvarez, sem er 24 ára, verður þar með dýrasti leikmaður sem City hefur selt en fyrra metið var þegar félagið seldi Raheem Sterling til Chelsea fyrir tveimur árum.
🕷 ¡La araña es rojiblanca! ❤🤍 pic.twitter.com/t5VdXHkSlu
— Atlético de Madrid (@Atleti) August 12, 2024
City keypti Álvarez frá River Plate í Argentínu fyrir 14,1 milljón punda í janúar 2022. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur Álvarez unnið sex stóra titla og hann skoraði til að mynda 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, auk fimm marka í Meistaradeildinni.