„Við gáfum þeim þetta mark“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 21:10 Rúnar Kristinsson (til hægri), þjálfari Fram. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA. „Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
„Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05