Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 14. ágúst 2024 19:23 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. „Mín skoðun og minna helstu manna og almannavarnadeildar eru alltaf þau sömu að við viljum helst ekki sjá fólk dvelja inn í Grindavíkurbæ að næturlagi,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dregið hafi úr þeim fjölda fólks sem dvelji í bænum. Visst svæði innan Grindavíkur er talið vera með óásættanlegri hættu og hefur fólk sömuleiðis dvalið innan marka þess næturlagi. Aukin hætta er talin vera á ferðum í hluta Grindavíkur.Grafík/Hjalti „Við metum það sem svo að það sé meiri hætta innan þessa reits, það er svæði norðan Austurvegar og austan Víkurbrautar. Í augnablikinu er dvalið þarna í sirka 3 til 4 húsum. Ég vil nú höfða til þeirra sem dvelja þarna á hverjum tíma að hugsa til þeirrar ábyrgðar, þessir einstaklingar eru í bænum á eigin ábyrgð,“ segir Úlfar. Lögregla þurfi að vera í bænum sérstaklega til að gæta íbúa „Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ bætir Úlfar við. Gildandi hættukort Veðurstofunnar.Veðurstofa Íslands Úlfar segist óttast um velferð þeirra einstaklinga sem dvelji í bænum. „Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“ „Ég hef verið fráhverfur því að banna fólki eitt og annað en fullorðnir einstaklingar eru auðvitað sjálfbjarga í því taka ákvarðanir fyrir sig sjálfa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
„Mín skoðun og minna helstu manna og almannavarnadeildar eru alltaf þau sömu að við viljum helst ekki sjá fólk dvelja inn í Grindavíkurbæ að næturlagi,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dregið hafi úr þeim fjölda fólks sem dvelji í bænum. Visst svæði innan Grindavíkur er talið vera með óásættanlegri hættu og hefur fólk sömuleiðis dvalið innan marka þess næturlagi. Aukin hætta er talin vera á ferðum í hluta Grindavíkur.Grafík/Hjalti „Við metum það sem svo að það sé meiri hætta innan þessa reits, það er svæði norðan Austurvegar og austan Víkurbrautar. Í augnablikinu er dvalið þarna í sirka 3 til 4 húsum. Ég vil nú höfða til þeirra sem dvelja þarna á hverjum tíma að hugsa til þeirrar ábyrgðar, þessir einstaklingar eru í bænum á eigin ábyrgð,“ segir Úlfar. Lögregla þurfi að vera í bænum sérstaklega til að gæta íbúa „Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ bætir Úlfar við. Gildandi hættukort Veðurstofunnar.Veðurstofa Íslands Úlfar segist óttast um velferð þeirra einstaklinga sem dvelji í bænum. „Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“ „Ég hef verið fráhverfur því að banna fólki eitt og annað en fullorðnir einstaklingar eru auðvitað sjálfbjarga í því taka ákvarðanir fyrir sig sjálfa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira