Svakaleg dramatík þegar ÍBV kastaði frá sér stigum í toppbaráttunni Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 20:04 Tómas Bent Magnússon skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Facebook/@IBVKnattspyrna Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar. Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net. Lengjudeild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net.
Lengjudeild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti