Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2024 22:27 Skjáskot úr vefmyndavel RÚV. „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. „Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira