„Drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 13:30 Halldór Árnason vonast eftir drengilegum leik gegn Val í kvöld. Vísir/Pawel „Við eigum bara von á fjörugum og skemmtilegum leik, hellingur undir fyrir bæði lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks sem heimsækir Val á Hlíðarenda í kvöld. Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira