Hlé vegna gagna frá ChatGPT Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2024 09:34 Pétur Jökull ásamt Snorra Sturlusyni verjanda sínum. Pétur hefur verið búsettur í Taílandi í á annað ár. Vísir Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Telja síma huldumanns hafa ferðast með Pétri Málflutningur er fyrirhugaður í dag og fyrir hann spurði Daði Kristjánsson dómari í málinu hvort sækjandi eða verjandi ætluðu að leggja fram gögn. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, svaraði játandi og afhenti dómara og Dagmar Ösp Vésteinsdóttur upplýsingar um flugferðir frá Frankfurt í Þýskalandi til Bangkok í Taílandi sumarið 2022. Meðal sönnunargagna í málinu sem lögregla telur benda til þess að Pétur Jökull sé huldumaður sem lagði á ráðin með innflutning á kókaíninu eru upplýsingar um að sími í eigu huldumannsins hafi ferðast fyrrnefnda leið á sama tíma og Pétur Jökull. Fram kom í máli aðalvarðstjóra hjá ríkislögreglustjóra fyrir dómi að meðal annars vegna þessa væri ljóst að Pétur Jökull væri sá sem gengi undir notendanöfnum á borð við Harry, Nonna og Patron Cartoon og Trucker til að hylja slóð sína. Ahugasemd við áreiðanleika gagna Snorri spurði aðalvarðstjóra við aðalmeðferðina hvort lögregla hefði kannað hvort það hefðu verið fleiri flug þennan morgun. Hann svaraði neitandi. Þeir hefðu aðeins kannað hvort Pétur Jökull hefði verið um borð í einni flugvél á þessari leið umræddan dag. Með framlagningu gagnanna vill Snorri benda á þann möguleika að síminn hafi ferðast til Taílands með annarri flugvél. Það hafi lögregla ekki kannað. Dagmar Ösp saksóknari gerði athugasemd við það að gagnanna hefði verið aflað með gervigreind. Óvíst væri hvort átt hefði verið við gögnin eða hvernig þau hefðu verið fengin. Því væri óljóst hvort gögnin gæfu rétta mynd af flugsamgöngum þennan dag og óvíst um áreiðanleika þeirra. Uppgötvaði að ChatGPT væri ókeypis í gærkvöldi Snorri benti á að í skjalinu sem hann prentaði út væri athugasemd sem hægt væri að smella á. Þær vísuðu til heimasíðna flugfélaganna. Hann væri tilbúinn að senda saksóknara og dómara þær upplýsingar. Daði dómari gerði athugasemd við að upplýsingarnar hefðu ekki legið fyrir fyrr. Snorri verjandi sagðist bara hafa áttað sig á því að hann gæti keypt sér aðgang að ChatGPT til að fá upplýsingar um flugferðir aftur í tímann. Við málflutninginn í dag mun Dagmar saksóknari reyna að sýna fram á sekt Péturs Jökuls í málinu, gera kröfu um refsingu, á meðan Snorri verjandi heldur uppi vörnum fyrir sinn skjólstæðing. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00 Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45 Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Telja síma huldumanns hafa ferðast með Pétri Málflutningur er fyrirhugaður í dag og fyrir hann spurði Daði Kristjánsson dómari í málinu hvort sækjandi eða verjandi ætluðu að leggja fram gögn. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, svaraði játandi og afhenti dómara og Dagmar Ösp Vésteinsdóttur upplýsingar um flugferðir frá Frankfurt í Þýskalandi til Bangkok í Taílandi sumarið 2022. Meðal sönnunargagna í málinu sem lögregla telur benda til þess að Pétur Jökull sé huldumaður sem lagði á ráðin með innflutning á kókaíninu eru upplýsingar um að sími í eigu huldumannsins hafi ferðast fyrrnefnda leið á sama tíma og Pétur Jökull. Fram kom í máli aðalvarðstjóra hjá ríkislögreglustjóra fyrir dómi að meðal annars vegna þessa væri ljóst að Pétur Jökull væri sá sem gengi undir notendanöfnum á borð við Harry, Nonna og Patron Cartoon og Trucker til að hylja slóð sína. Ahugasemd við áreiðanleika gagna Snorri spurði aðalvarðstjóra við aðalmeðferðina hvort lögregla hefði kannað hvort það hefðu verið fleiri flug þennan morgun. Hann svaraði neitandi. Þeir hefðu aðeins kannað hvort Pétur Jökull hefði verið um borð í einni flugvél á þessari leið umræddan dag. Með framlagningu gagnanna vill Snorri benda á þann möguleika að síminn hafi ferðast til Taílands með annarri flugvél. Það hafi lögregla ekki kannað. Dagmar Ösp saksóknari gerði athugasemd við það að gagnanna hefði verið aflað með gervigreind. Óvíst væri hvort átt hefði verið við gögnin eða hvernig þau hefðu verið fengin. Því væri óljóst hvort gögnin gæfu rétta mynd af flugsamgöngum þennan dag og óvíst um áreiðanleika þeirra. Uppgötvaði að ChatGPT væri ókeypis í gærkvöldi Snorri benti á að í skjalinu sem hann prentaði út væri athugasemd sem hægt væri að smella á. Þær vísuðu til heimasíðna flugfélaganna. Hann væri tilbúinn að senda saksóknara og dómara þær upplýsingar. Daði dómari gerði athugasemd við að upplýsingarnar hefðu ekki legið fyrir fyrr. Snorri verjandi sagðist bara hafa áttað sig á því að hann gæti keypt sér aðgang að ChatGPT til að fá upplýsingar um flugferðir aftur í tímann. Við málflutninginn í dag mun Dagmar saksóknari reyna að sýna fram á sekt Péturs Jökuls í málinu, gera kröfu um refsingu, á meðan Snorri verjandi heldur uppi vörnum fyrir sinn skjólstæðing.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00 Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45 Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Einbeitti sér alfarið að Svedda Tönn Lögreglufulltrúi segir Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn, hafa rætt um fíkniefnaviðskipti við notanda sem lögregla telur ljóst að sé Pétur Jökull Jónasson. Pétur Jökull sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu sem kom upp sumarið 2022. Lögreglufulltrúinn kafaði ofan í samskipti Sverris Þórs á Signal. 13. ágúst 2024 21:00
Svipaður hlátur á öllum upptökunum Sérfræðingur í raddbeitingu við Háskólann í Árósum segir ýmislegt benda til þess að rödd Péturs Jökuls Jónassonar sé sú sem heyrist á upptöku sem er meðal helstu sönnunargagna lögreglu í stóra kókaínmálinu. Þetta kom fram við aðalmeðferð á þætti Péturs Jökuls Jónassonar í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. ágúst 2024 13:45
Skiptu um síma og símkort eins og nærbuxur til að hylja slóð sína Lögreglufulltrúar sem rannsökuðu stóra kókaínmálið lýstu því fyrir dómi í morgun að sakborningar hefðu endurtekið skipt út símum og breytt um notendanöfn í þeim tilgangi að hylja slóð sína við innflutninginn. Þeir komust á sporið í málinu við rannsókn á saltdreifaramálinu svokallaða vegna tengingar milli aðila í því máli og stóra kókaínmálinu. 13. ágúst 2024 12:35