Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 10:25 Heitavatnslaust verður alls staðar í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Á mánudag verður lokað fyrir flutningsæð hitaveitu, Suðuræð, sem flytur heita vatnið frá jarðvarmavirkjunum á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu, til þess að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfi. Búist er við því að kerfið nái fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Svæðið sem um ræðir.veitur Frá þessu er greint á vef Veitna. Þar segir að verið sé að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfið og þá þurfi að taka heita vatnið af. „Gangi allt eftir áætlun ætti kerfið að hafa náð fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Áhrifin eru mikil á stórt svæði. Við munum nýta tímann og tækifærið vel og sinna öðrum aðkallandi verkum samtímis,“ segir í tilkynningu. „Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og við höfum skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Tenging stofnæða er stórt og tímafrekt verk en við munum kappkosta að vinna það hratt og örugglega.“ Æðin sem um ræðir.veitur Mánudagskvöldið 19. ágúst hefjist vinna við að tæma heita vatnið af Suðuræð til að hægt sé að tengja nýju lögnina. „Tæming tekur nokkrar klukkustundir og þá hefst vinna á fimm ólíkum stöðum í kerfinu. Við ætlum að bæta við búnaði, auka rekstraröryggi nýrra hverfa og sinna nauðsynlegu og fyrirbyggjandi viðhaldi í kerfinu. Viðamesta verkið er að tengja Suðuræð 2, en að því loknu verður heita vatninu hleypt á kerfið aftur hægt og örugglega.“ Orkumál Vatn Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á mánudag verður lokað fyrir flutningsæð hitaveitu, Suðuræð, sem flytur heita vatnið frá jarðvarmavirkjunum á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu, til þess að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfi. Búist er við því að kerfið nái fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Svæðið sem um ræðir.veitur Frá þessu er greint á vef Veitna. Þar segir að verið sé að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfið og þá þurfi að taka heita vatnið af. „Gangi allt eftir áætlun ætti kerfið að hafa náð fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Áhrifin eru mikil á stórt svæði. Við munum nýta tímann og tækifærið vel og sinna öðrum aðkallandi verkum samtímis,“ segir í tilkynningu. „Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og við höfum skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Tenging stofnæða er stórt og tímafrekt verk en við munum kappkosta að vinna það hratt og örugglega.“ Æðin sem um ræðir.veitur Mánudagskvöldið 19. ágúst hefjist vinna við að tæma heita vatnið af Suðuræð til að hægt sé að tengja nýju lögnina. „Tæming tekur nokkrar klukkustundir og þá hefst vinna á fimm ólíkum stöðum í kerfinu. Við ætlum að bæta við búnaði, auka rekstraröryggi nýrra hverfa og sinna nauðsynlegu og fyrirbyggjandi viðhaldi í kerfinu. Viðamesta verkið er að tengja Suðuræð 2, en að því loknu verður heita vatninu hleypt á kerfið aftur hægt og örugglega.“
Orkumál Vatn Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira