Rúnar Páll skýtur á KR: Svona vinna „snillingarnir í Vesturbænum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2024 19:33 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir Matthias Præst vita upp á sig sökina en skýtur föstum skotum á KR-inga. Vísir/Pawel Spjót hafa beinst að Matthiasi Præst, leikmanni Fylkis, í vikunni eftir að KR tilkynnti um skipti hans í Vesturbæinn að leiktíðinni liðinni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gagnrýnir starfshætti KR-inga. Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira