68 ára alpagreinagoðsögn keppti í stangarstökki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 14:00 Ingemar Stenmark setti keppnisskíðin á hilluna þegar hann var 33 ára gamall. Getty/Michael Kappeler Svíinn Ingemar Stenmark er einn sigursælasti skíðamaður sögunnar en hann hætti að keppa á skíðum í lok níunda áratugar síðustu aldar. Stenmark var meðal keppenda á heimsmeistaramóti í gær en þó í allt annarri íþróttagrein. Stenmark er orðin 68 ára gamall en hann fæddist í mars 1956. Hann keppti í heimsbikarnum á skíðum á árunum 1974 til 1989. Árangurinn var sögulegur. Stenmark vann alls 86 heimsbikarmót, nítján heimsbikartitla, fimm heimsmeistaratitla og tvö Ólympíugull á glæsilegum ferli. Hann þykir einn allra besti svigmaður sögunnar. Í gær var hann mættur á heimsmeistaramót öldunga. Keppnin fór að þessu sinni fram í Gautaborg. Áhorfendur höfðu mjög gaman að því að sjá þessa alpagreinagoðsögn reyna fyrir sér á nýjum vettvangi. Hann lét það ekki stoppa sig þótt að sjötugafmælið hans nálgist óðum. Stenmark keppti þarna í stangarstökki og endaði í níunda sæti eftir að hafa hoppað yfir 3,0 metra. Hann hafði farið fyir 2,70 í fyrstu tilraun og þurfti síðan þrjár tilraunir við 2,85 metra. Stenmark fékk mikinn stuðning frá áhorfendum og fór á endanum yfir 3,0 metra sem var tveimur sentimetrum frá persónulegu meti. Hann felldi hins vear 3,15 metra þrisvar sinnum. Ingemar Stenmark tävlade i stavhopp på veteran-VM i Göteborghttps://t.co/OKzByglLbG— SVT Sport (@SVTSport) August 19, 2024 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Stenmark er orðin 68 ára gamall en hann fæddist í mars 1956. Hann keppti í heimsbikarnum á skíðum á árunum 1974 til 1989. Árangurinn var sögulegur. Stenmark vann alls 86 heimsbikarmót, nítján heimsbikartitla, fimm heimsmeistaratitla og tvö Ólympíugull á glæsilegum ferli. Hann þykir einn allra besti svigmaður sögunnar. Í gær var hann mættur á heimsmeistaramót öldunga. Keppnin fór að þessu sinni fram í Gautaborg. Áhorfendur höfðu mjög gaman að því að sjá þessa alpagreinagoðsögn reyna fyrir sér á nýjum vettvangi. Hann lét það ekki stoppa sig þótt að sjötugafmælið hans nálgist óðum. Stenmark keppti þarna í stangarstökki og endaði í níunda sæti eftir að hafa hoppað yfir 3,0 metra. Hann hafði farið fyir 2,70 í fyrstu tilraun og þurfti síðan þrjár tilraunir við 2,85 metra. Stenmark fékk mikinn stuðning frá áhorfendum og fór á endanum yfir 3,0 metra sem var tveimur sentimetrum frá persónulegu meti. Hann felldi hins vear 3,15 metra þrisvar sinnum. Ingemar Stenmark tävlade i stavhopp på veteran-VM i Göteborghttps://t.co/OKzByglLbG— SVT Sport (@SVTSport) August 19, 2024
Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira