Eiríkur Jónsson greindi fyrst frá hinni nýju ást á samnefndum vef sínum. „Svona er nú lífið,“ skrifar athafnamaðurinn við mynd af parinu þar sem þau eru stödd saman á veitingastað Friðheima í Bláskógabyggð. Eiginkona Þormóðs Sigríður Garðarsdóttir féll frá síðastliðið sumar eftir veikindi.
Þóra Björk er listakona með meiru og er systir Kára Schram kvikmyndagerðarmanns. Þóra Björk og Þormóður hafa notið lífsins saman að undanförnu og birti Þóra meðal annars mynd af þeim á Facebook þar sem sjá má þau alsæl í sólinni í Marokkó.