Kominn tími til að laga lýðræðishallann og skapa traust til stjórnmálanna Magnea Marinósdóttir skrifar 20. ágúst 2024 11:31 Vindmyllur eða ekki vindmyllur, sjókvíaeldi eða ekki sjókvíaeldi, álver eða ekki álver, gagnaver eða ekki gagnaver, skógrækt sem leið til kolefnisjöfnunar og viðskipti með kolefniseiningar eður ei. Óháð stefnumótun eða skorti á stefnumótum í þessum málaflokkum þá snúa þeir allir að náttúrunni, vernd hennar eða nýtingu, og þá hvers konar nýtingu. Það hvernig niðurstaða er fengin í álitamálum sem snúa að náttúru landsins er lýðræðismál. Eftir því sem álitamálin eru fleiri og ágreiningur að sama skapi meiri því mikilvægara er að niðurstaða sé fengin með sem lýðræðislegustum hætti. Lýðræðislegar ákvarðanirnar þurfa að endurspegla það sem almenningur óskar sér fyrir hönd náttúru landsins og íbúanna sem eru bæði menn og dýr en ekki eingöngu þau sem eiga viðskiptahagsmuna að gæta og annarra þröngra eða skammtíma hagsmuna. Aðkoma almennings að afdrifaríkum ákvarðanatökum Í málum þar sem ákvarðanir eru óafturkræfar að mestu eða öllu leyti og þar sem endanlegar afleiðingar til lengri tíma geta mögulega valdið einhvers konar skaða er mikilvægt að almenningur hafi aukna aðkomu að ákvarðanatöku en nú er. Þetta á við um ákvarðanir sem lúta að fossum og framleiðslu rafmagns fyrir orkufrekan iðnað eins og álver og gagnaver, firði sem eru lagðir undir sjóeldi, land sem er lagt undir skógrækt eða vindmyllugarða og fleira mætti nefna. Því miður hafa ákvarðanir um mikilvæg mál sem lúta að náttúrunni og okkur öllum verið teknar með einföldum meirihluta á Alþingi og er svo enn. Síðan hafa sveitarfélög úrslitavald í málum sem lúta að náttúru okkar allra og einstaka landeigendur sem tíðum skara eld að sinni köku. Aðkoma almennings að afdrifaríkum ákvörðunum um örlög náttúrunnar, sem eðli málsins samkvæmt ætti að vera á sameiginlegu forræði þjóðarinnar, er lítil sem engin. Almenningur getur ekki kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu með nokkru móti nema með því að skora á forseta Íslands að synja lögum staðfestingar. Það heyrir jafnframt til algerra undantekninga að 2/3 hluti þingmanna þurfi til að ljá frumvarpi atkvæði sitt svo það geti orðið að lögum. Þegar upp er staðið er því oftar en ekki um frekar fámennan hóp að ræða sem tekur afdrifaríkar ákvarðanir um náttúruna á grundvelli fulltrúalýðræðisins í nánu samráði við valdahópa, sem vanalega eiga ríkra viðskipta- eða sérhagsmuna að gæta, en ekki alla íbúa landsins og þeirra sem eru málsvarar náttúrunnar eða náttúruverndar og jafnframt fulltrúar hluta almennings. Ofríki naums meirihluta á Alþingi og fámennra sveitarstjórna - valdaleysi almennings Valdaleysi almennings hefur komið berlega í ljós þegar kemur að áformum um vindmyllur. Alls er verið að skoða 35 vindorkukosti og núna síðsumar þegar þingheimur er enn í sumarleyfi undirritaði forsætisráðherra samning milli íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um lands- og vindorkuréttindi og Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir 17 ferkílómetra svæði sem ranglega hefur hefur verið sæmt fegrunarheitinu Búrfellslundur (lundur merkir nokkur tré saman, trjáþyrping). Þar á að reisa um 30 vindmyllur (ekki tré), hver um sig 150 metrar á hæð svo sjónmengun verður mikil gagnvart friðuðu nær- og fjærliggjandi umhverfi enda Búrfellslundur innan þjóðlendu. Hins vegar er samningurinn gerður „á grundvelli nýlegra breytinga á reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna, sem byggja á breytingum á þjóðlendulögum sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Með breytingunum er forsætisráðherra veitt heimild til að víkja frá auglýsingaskyldu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna til aðila sem þegar hefur afnotarétt eða annars konar réttindi á sama nýtingarsvæði, enda þjóni slík ráðstöfun markmiðum um sjálfbærni, þjóðhagslega hagkvæmni, orkuöryggi og sé í nánum og eðlislægum tengslum við nýtingu sem fyrir er.“ Fulltrúi stjórnvalda, þingkonan Diljá Mist Einarsdóttir, gaf síðan til kynna í umræðum um málið í fjölmiðlum að valdið lægi hjá fólkinu með því að segja að sveitarfélögin muni hafa neitunarvald um öll vindmyllu verkefni. Ummæli hennar eru í samræmi við tillögur starfshóps um vindorku sem var skipaður af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og drög að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi þar sem lagt er til að nærsamfélög hafi „endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorka byggist upp innan marka þeirra.“ Jafnframt segir að „tryggja [þurfi] sérstakan ávinning þeirra af hagnýtingu vindorku.“ Einnig er lagt til í tillögum starfshópsins „að vindorkan eigi áfram heima innan rammaáætlunar, en að hægt eigi að vera að taka ákveðna virkjanakosti út fyrir rammaáætlun. Þetta verði hægt ef sérstök skilyrði í þágu orkuskipta og kolefnishlutleysis Íslands eru til staðar og liggi ákvörðunarvaldið um uppbyggingu þeirra þá hjá hlutaðeigandi sveitarfélagi og öðrum stjórnvöldum.“ Í tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi sjálfu segir m.a. eftirfarandi: „Ákvörðun um uppbyggingu virkjunarkosta í vindorku eigi sér stað með virkri og lýðræðislegri aðild og aðkomu nærsamfélagsins til að unnt sé að ná sem breiðastri sátt um hana út frá hagsmunum íbúa á nærliggjandi svæðum.“ Jafnframt segir í 3. kafla frumvarpsins: „Til að stuðla að því að röskuð svæði, þar sem ekki er að finna einstök náttúrugæði, njóti ákveðins forgangs við vindorkunýtingu umfram óröskuð og óspillt svæði eða svæði þar sem náttúra er einstök eða með hátt verndargildi er lögð til einfaldari málsmeðferð þegar um er að ræða svæði sem þegar hefur verið raskað. Í 4. kafla stefnunnar er því að finna ákveðin skilyrði sem heimila einfaldari málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku sem uppfylla þau skilyrði að ákvarðanataka um virkjunarkostinn fari í raun fram innan hlutaðeigandi sveitarfélags í stað þess að hin pólitíska ákvörðun um virkjunarkost sé tekin þegar Alþingi samþykkir verndar- og orkunýtingaráætlun.“ Einmitt það. Það er sem sagt verið að leggja til að hin „virka og lýðræðislega“ leið sé að láta eingöngu sveitastjórnir ráða ferðinni án aðkomu Alþingis á tilteknum „röskuðum svæðum“. Hvað merkir það sem segir í tillögunum í reynd? Hvað merkir það að tryggja sérstakan ávinning sveitarfélaganna af hagnýtingu vindorku fyrir sveitarfélög sem mörg hver eru fjársvelt? Auðvitað skiptir skoðun sveitarfélaganna máli en hvað með freistnivanda sveitarfélaga og hættuna á ráðningu fyrrum sveitarstjóra til fyrirtækja sem þau hafa lagt lið sem leið til að verðlauna þá? Hvað kallast það á mannamáli? Sem dæmi er sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi nú að skoða hvort kæra eigi leyfisveitinguna í Búrfellslundi en þar eiga sæti fimm sveitarstjórnarmenn og jafnmargir til vara. Það eru m.ö.o. fimm manns í sveitarstjórn sem gætu haft neitunarvald eða vald til að heimila sem er hin hlið valdsins. Er það lýðræðislegt? Stundum er sagt að auðræði ríki hérlendis í stað lýðræðis. Að öllum sveitarstjórnum ólöstuðum má segja að þarna sé gerð tillaga um fáræði. Hversu lýðræðisleg er tillagan að því gefnu að íslensk náttúran sé í raun sameign okkar allra? Vindmyllur hafa augljóslega kosti og galla sem er búið að gera gera grein fyrir, úttektir í sambandi við uppbyggingu vindmylla hafa verið gerðar sem og tillögur og drög að stefnu. Það er allt af hinu góða en málið snýst ekki um það heldur meginreglur lýðræðissamfélaga. Það er aðkoma almennings á öllu landinu að ákvarðanatöku sem varðar almannahag með afdrifaríkum hætti eins og hvort hérlendis séu reistar vindmyllur yfir höfuð og þá hvar, eignarhald þeirra, og til hvers eigi að nota rafmagnið. Það að veita sveitarfélögum aukið vald undir tilteknum aðstæðum er ekki gott veganesti út í „vindmyllu ævintýrið“ sem er hafið þrátt fyrir að stefnumótun um vindorkuver sé ekki lokið. Ekki er heldur búið að ákveða hvort eignarhald vindorkuvera á Íslandi eigi að vera eingöngu opinbert eða einnig í höndum einkaframtaksins en nú þegar hafa nokkur erlendi fyrirtæki verið nefnd til sögunnar, m.a. franskt fyrirtæki sem hefur lýst yfir áhuga á að reisa vindmyllugarða í Dölunum og á Melrakkasléttunni. Um er að ræða mikilvægt fuglasvæði á sléttunni þar sem fyrirtækið eða dótturfyrirtæki þess á Íslandi hefur verið að gera sitt eigið umhverfismat síðan árið 2020. Alls eru níu manns í sveitarstjórn Norðurþings sem Melrakkaslétta fellur undir. Annað dæmi um valdaleysi almennings og óljósa stefnumörkun þegar kemur að örlögum náttúrunnar eru verkefni á sviði kolefnisbindingar. Víða er að finna staka skógræktarreiti sem hafa í för með sér handahófskenndar breytingar á landslagi og náttúru um allt land. Sem dæmi eru skógarreitir farnir að varna sýn yfir fallega firði, aðgengi að landsvæðum sem áður voru aðgengileg fólki og fleira mætti nefna. Deilur hafa nýlega risið vegna verkefnis þar sem vel gróið mólendi með fjölbreyttu lífríki í Saltvíkurbrekkum rétt fyrir utan Húsavík var gróflega rutt með mikilli kolefnislosun til þess eins að mögulegt sé að rækta nýjan skóg sem nær ekki að kolefnisbinda fyrr eftir nokkra áratugi. Það sama hefur átt sér stað á fleiri stöðum sbr. á Spákonufelli sem blasir við frá Skagaströnd. Fyrir utan þær skiptu skoðanir sem eru á kolefnisjöfnunar-viðskiptum þá segir prófessor í landnýtingu eftir að skaðinn er skeður og land Saltvíkurbrekkna í sárum að þegar horft er til langs tíma sé lággróður líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík við Húsavík betri til bindingar á kolefnum en skógur. Ekki nóg með það heldur hefði umrætt mólendi átt að njóta verndar skv. Bernarsamningnum. Getur ástandið orðið verra eða sorglegra? Eitt er síðan að framleiða rafmagn með mismunandi hætti og annað til hvaða nota. Gagnaver hérlendis eru að verða sífellt orkufrekari og nota í dag meiri raforku en heimilin í landinu samanlagt eða alls 12% meira en öll heimili landsins. Það verður hins vegar ekki séð að starfsemin skili miklum verðmætum til samfélagsins eða að veröldin sé betri staður með greftri rafmyntar sem í orkuheimtandi framgangi sínum ýtir stöðugt undir frekari röskun eða eyðileggingu náttúrunnar. Þetta eru þrjú einstök dæmi af fjölmörgum þar sem stóra spurningin er: Hvað finnst fólki og hvaða tækifæri hefur almenningur til að láta taka mark á sínum sjónarmiðum eftir að hafa komið þeim á framfæri þegar kemur t.d. að þeirri veigamiklu ákvörðun hvort vindorkuver verði reist á Íslandi yfir höfuð á landi og/eða hafi og þar fram eftir götunum. Nú, eða þá þegar land er rutt undir skóga og raforka framleidd fyrir gagnaver? Nægir Samráðsgáttin? Stjórnarskrárbreytingar til að leiðrétta lýðræðishalla og vantraust í garð stjórnvalda Slæm reynsla hefur verið að vindorkuverum í Noregi þar sem hvatinn að baki þeim var einkum hagnaðarvon. Sú von skýrir eflaust hvers vegna norsk fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að reisa vindmyllur hérlendis næst á eftir sjóeldinu og síldarævintýrinu. Sá drifkraftur sem hagnaðarvonin er má hins vegar ekki ráða ferðinni eingöngu heldur verður að skapa jafnvægi með aðra hagsmuni í huga sem þarf að vega og meta út frá samfélagslegum og náttúruverndar sjónar- og markmiðum. Það er vegna þess að fórnarkostnaður er af öllu vali þó hann sé mismikill eins og að hafa aðgang að hinni mögnuðu Melrakkasléttu fyrir þau sem unna náttúrunni, þ.m.t. erlendir ferðamenn, sem er einn valkostur. Hinn valkosturinn er að byggja upp annars konar tækifæri til verðmætasköpunar, atvinnu- og byggðaþróunar, eins og gerð vindmyllugarða sem skapar reyndar litla sem enga atvinnu en mun framleiða rafmagn og skila mögulegum hagnaði. Spurningin er í hvað fer rafmagnið og hvert fer eða skilar hagnaðurinn sér? Það er val og fórnarkostnaður hvers valmöguleika skiptir máli eða hvað finnst landsmönnum, konum og kvárum, ungum sem öldnum, efnameiri sem efnaminni, íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar? Það er erfitt að vita þar sem lýðræðislegar breytingar á stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs hafa enn ekki gengið í gegn þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Þar er m.a. að finna ákvæði um vernd og varðveislu náttúrunnar, ákvæði um þjóðareign á auðlindum og loks ákvæði sem heimilar að almenningur geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagasetningar sem augljóslega þarf einnig að ná til þingsályktana um stjórnvaldsstefnur. Staðan í stjórnarskrármálinu skapar lýðræðishalla sem skapar annan alvarlegan vanda sem er vantraust í garð stjórnmálanna og sundrungu. Það að fólki geti treyst hvert öðru og sínum lýðræðislega kjörnum fulltrúum eru mikil samfélagsleg gæði. Hér á landi ber fólk almennt mikið traust til hvers annars eða 82% skv. könnun Efnahags- og framfararstofnunarinnar (e. Organisation for Economic Co-operation and Development – OECD) sem gerð var 2024. Hins vegar vantreysta 80% landsmanna stjórnmálaflokkunum og 50% bera lítið eða ekkert traust til stjórnvalda. Eingöngu 36% landsmanna bera traust til stjórnvalda sem er 14% minna en í sömu könnun frá árinu 2021.Vaxandi vantraustið á sér einfalda orsök: Almenningi finnst stjórnvöld ekki huga að almannahagsmunum heldur ganga erinda sérhagsmuna. Almenningur upplifir ofríki naums og klofins meirihluta. Auðræði en ekki lýðræði. Fáræði. Það að búa í samfélagi þar sem mögulegt er að snúa hlutum á hvolf með einföldum meirihluta á Alþingi og láta allan fórnarkostnaðinn lenda á valdalitlum almenningi skapar heldur ekki traust í garð stjórnmálanna. Sem dæmi má taka þegar kvótakerfinu var komið á árið 1983 án þess að deila fórnarkostnaðinum af kerfisbreytingunni með réttlátum eða réttlátari hætti en þeim að láta hann allan falla á herðar þeirra valdaminni í samfélaginu. Annað dæmi er þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður með einu pennastriki árið 1999 sem kom þeim efnaminnstu verst og allt að áratug síðar í kjölfar hrunsins 2008. Í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að vaða áfram án þess að líta heildstætt á málin og mögulegar afleiðingar til langs tíma m.a. með aðstoð erlendra sérfræðinga og aðkomu almennings. Það er eina forsenda þess að ná fram einingu um hvað skuli reisa eða rústa. Auðvitað þarf fólk að fá tækifæri til að skoða og átta sig á fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum sem er vanalega forsenda þess að mynda sér upplýsta skoðun. Þá er mögulegt að taka lýðræðislega ákvörðun með ráðgefandi eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða með auknum meirihluta atkvæða 2/3 þingmanna í stað þess að ákvarðanataka sé eingöngu á forræði ríkisstjórnar, sem mótar stefnu og setur lög með einföldum meirihluta, sveitarstjórna, sem margar eru fámennar, og landeiganda í tilviki náttúrunnar. Það liggur mikið við að gera lýðræðislegar breytingar. Fjöregg og framtíðarhagur þjóðarinnar er að veði. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Vindmyllur eða ekki vindmyllur, sjókvíaeldi eða ekki sjókvíaeldi, álver eða ekki álver, gagnaver eða ekki gagnaver, skógrækt sem leið til kolefnisjöfnunar og viðskipti með kolefniseiningar eður ei. Óháð stefnumótun eða skorti á stefnumótum í þessum málaflokkum þá snúa þeir allir að náttúrunni, vernd hennar eða nýtingu, og þá hvers konar nýtingu. Það hvernig niðurstaða er fengin í álitamálum sem snúa að náttúru landsins er lýðræðismál. Eftir því sem álitamálin eru fleiri og ágreiningur að sama skapi meiri því mikilvægara er að niðurstaða sé fengin með sem lýðræðislegustum hætti. Lýðræðislegar ákvarðanirnar þurfa að endurspegla það sem almenningur óskar sér fyrir hönd náttúru landsins og íbúanna sem eru bæði menn og dýr en ekki eingöngu þau sem eiga viðskiptahagsmuna að gæta og annarra þröngra eða skammtíma hagsmuna. Aðkoma almennings að afdrifaríkum ákvarðanatökum Í málum þar sem ákvarðanir eru óafturkræfar að mestu eða öllu leyti og þar sem endanlegar afleiðingar til lengri tíma geta mögulega valdið einhvers konar skaða er mikilvægt að almenningur hafi aukna aðkomu að ákvarðanatöku en nú er. Þetta á við um ákvarðanir sem lúta að fossum og framleiðslu rafmagns fyrir orkufrekan iðnað eins og álver og gagnaver, firði sem eru lagðir undir sjóeldi, land sem er lagt undir skógrækt eða vindmyllugarða og fleira mætti nefna. Því miður hafa ákvarðanir um mikilvæg mál sem lúta að náttúrunni og okkur öllum verið teknar með einföldum meirihluta á Alþingi og er svo enn. Síðan hafa sveitarfélög úrslitavald í málum sem lúta að náttúru okkar allra og einstaka landeigendur sem tíðum skara eld að sinni köku. Aðkoma almennings að afdrifaríkum ákvörðunum um örlög náttúrunnar, sem eðli málsins samkvæmt ætti að vera á sameiginlegu forræði þjóðarinnar, er lítil sem engin. Almenningur getur ekki kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu með nokkru móti nema með því að skora á forseta Íslands að synja lögum staðfestingar. Það heyrir jafnframt til algerra undantekninga að 2/3 hluti þingmanna þurfi til að ljá frumvarpi atkvæði sitt svo það geti orðið að lögum. Þegar upp er staðið er því oftar en ekki um frekar fámennan hóp að ræða sem tekur afdrifaríkar ákvarðanir um náttúruna á grundvelli fulltrúalýðræðisins í nánu samráði við valdahópa, sem vanalega eiga ríkra viðskipta- eða sérhagsmuna að gæta, en ekki alla íbúa landsins og þeirra sem eru málsvarar náttúrunnar eða náttúruverndar og jafnframt fulltrúar hluta almennings. Ofríki naums meirihluta á Alþingi og fámennra sveitarstjórna - valdaleysi almennings Valdaleysi almennings hefur komið berlega í ljós þegar kemur að áformum um vindmyllur. Alls er verið að skoða 35 vindorkukosti og núna síðsumar þegar þingheimur er enn í sumarleyfi undirritaði forsætisráðherra samning milli íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um lands- og vindorkuréttindi og Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir 17 ferkílómetra svæði sem ranglega hefur hefur verið sæmt fegrunarheitinu Búrfellslundur (lundur merkir nokkur tré saman, trjáþyrping). Þar á að reisa um 30 vindmyllur (ekki tré), hver um sig 150 metrar á hæð svo sjónmengun verður mikil gagnvart friðuðu nær- og fjærliggjandi umhverfi enda Búrfellslundur innan þjóðlendu. Hins vegar er samningurinn gerður „á grundvelli nýlegra breytinga á reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna, sem byggja á breytingum á þjóðlendulögum sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Með breytingunum er forsætisráðherra veitt heimild til að víkja frá auglýsingaskyldu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna til aðila sem þegar hefur afnotarétt eða annars konar réttindi á sama nýtingarsvæði, enda þjóni slík ráðstöfun markmiðum um sjálfbærni, þjóðhagslega hagkvæmni, orkuöryggi og sé í nánum og eðlislægum tengslum við nýtingu sem fyrir er.“ Fulltrúi stjórnvalda, þingkonan Diljá Mist Einarsdóttir, gaf síðan til kynna í umræðum um málið í fjölmiðlum að valdið lægi hjá fólkinu með því að segja að sveitarfélögin muni hafa neitunarvald um öll vindmyllu verkefni. Ummæli hennar eru í samræmi við tillögur starfshóps um vindorku sem var skipaður af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og drög að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi þar sem lagt er til að nærsamfélög hafi „endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorka byggist upp innan marka þeirra.“ Jafnframt segir að „tryggja [þurfi] sérstakan ávinning þeirra af hagnýtingu vindorku.“ Einnig er lagt til í tillögum starfshópsins „að vindorkan eigi áfram heima innan rammaáætlunar, en að hægt eigi að vera að taka ákveðna virkjanakosti út fyrir rammaáætlun. Þetta verði hægt ef sérstök skilyrði í þágu orkuskipta og kolefnishlutleysis Íslands eru til staðar og liggi ákvörðunarvaldið um uppbyggingu þeirra þá hjá hlutaðeigandi sveitarfélagi og öðrum stjórnvöldum.“ Í tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi sjálfu segir m.a. eftirfarandi: „Ákvörðun um uppbyggingu virkjunarkosta í vindorku eigi sér stað með virkri og lýðræðislegri aðild og aðkomu nærsamfélagsins til að unnt sé að ná sem breiðastri sátt um hana út frá hagsmunum íbúa á nærliggjandi svæðum.“ Jafnframt segir í 3. kafla frumvarpsins: „Til að stuðla að því að röskuð svæði, þar sem ekki er að finna einstök náttúrugæði, njóti ákveðins forgangs við vindorkunýtingu umfram óröskuð og óspillt svæði eða svæði þar sem náttúra er einstök eða með hátt verndargildi er lögð til einfaldari málsmeðferð þegar um er að ræða svæði sem þegar hefur verið raskað. Í 4. kafla stefnunnar er því að finna ákveðin skilyrði sem heimila einfaldari málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku sem uppfylla þau skilyrði að ákvarðanataka um virkjunarkostinn fari í raun fram innan hlutaðeigandi sveitarfélags í stað þess að hin pólitíska ákvörðun um virkjunarkost sé tekin þegar Alþingi samþykkir verndar- og orkunýtingaráætlun.“ Einmitt það. Það er sem sagt verið að leggja til að hin „virka og lýðræðislega“ leið sé að láta eingöngu sveitastjórnir ráða ferðinni án aðkomu Alþingis á tilteknum „röskuðum svæðum“. Hvað merkir það sem segir í tillögunum í reynd? Hvað merkir það að tryggja sérstakan ávinning sveitarfélaganna af hagnýtingu vindorku fyrir sveitarfélög sem mörg hver eru fjársvelt? Auðvitað skiptir skoðun sveitarfélaganna máli en hvað með freistnivanda sveitarfélaga og hættuna á ráðningu fyrrum sveitarstjóra til fyrirtækja sem þau hafa lagt lið sem leið til að verðlauna þá? Hvað kallast það á mannamáli? Sem dæmi er sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi nú að skoða hvort kæra eigi leyfisveitinguna í Búrfellslundi en þar eiga sæti fimm sveitarstjórnarmenn og jafnmargir til vara. Það eru m.ö.o. fimm manns í sveitarstjórn sem gætu haft neitunarvald eða vald til að heimila sem er hin hlið valdsins. Er það lýðræðislegt? Stundum er sagt að auðræði ríki hérlendis í stað lýðræðis. Að öllum sveitarstjórnum ólöstuðum má segja að þarna sé gerð tillaga um fáræði. Hversu lýðræðisleg er tillagan að því gefnu að íslensk náttúran sé í raun sameign okkar allra? Vindmyllur hafa augljóslega kosti og galla sem er búið að gera gera grein fyrir, úttektir í sambandi við uppbyggingu vindmylla hafa verið gerðar sem og tillögur og drög að stefnu. Það er allt af hinu góða en málið snýst ekki um það heldur meginreglur lýðræðissamfélaga. Það er aðkoma almennings á öllu landinu að ákvarðanatöku sem varðar almannahag með afdrifaríkum hætti eins og hvort hérlendis séu reistar vindmyllur yfir höfuð og þá hvar, eignarhald þeirra, og til hvers eigi að nota rafmagnið. Það að veita sveitarfélögum aukið vald undir tilteknum aðstæðum er ekki gott veganesti út í „vindmyllu ævintýrið“ sem er hafið þrátt fyrir að stefnumótun um vindorkuver sé ekki lokið. Ekki er heldur búið að ákveða hvort eignarhald vindorkuvera á Íslandi eigi að vera eingöngu opinbert eða einnig í höndum einkaframtaksins en nú þegar hafa nokkur erlendi fyrirtæki verið nefnd til sögunnar, m.a. franskt fyrirtæki sem hefur lýst yfir áhuga á að reisa vindmyllugarða í Dölunum og á Melrakkasléttunni. Um er að ræða mikilvægt fuglasvæði á sléttunni þar sem fyrirtækið eða dótturfyrirtæki þess á Íslandi hefur verið að gera sitt eigið umhverfismat síðan árið 2020. Alls eru níu manns í sveitarstjórn Norðurþings sem Melrakkaslétta fellur undir. Annað dæmi um valdaleysi almennings og óljósa stefnumörkun þegar kemur að örlögum náttúrunnar eru verkefni á sviði kolefnisbindingar. Víða er að finna staka skógræktarreiti sem hafa í för með sér handahófskenndar breytingar á landslagi og náttúru um allt land. Sem dæmi eru skógarreitir farnir að varna sýn yfir fallega firði, aðgengi að landsvæðum sem áður voru aðgengileg fólki og fleira mætti nefna. Deilur hafa nýlega risið vegna verkefnis þar sem vel gróið mólendi með fjölbreyttu lífríki í Saltvíkurbrekkum rétt fyrir utan Húsavík var gróflega rutt með mikilli kolefnislosun til þess eins að mögulegt sé að rækta nýjan skóg sem nær ekki að kolefnisbinda fyrr eftir nokkra áratugi. Það sama hefur átt sér stað á fleiri stöðum sbr. á Spákonufelli sem blasir við frá Skagaströnd. Fyrir utan þær skiptu skoðanir sem eru á kolefnisjöfnunar-viðskiptum þá segir prófessor í landnýtingu eftir að skaðinn er skeður og land Saltvíkurbrekkna í sárum að þegar horft er til langs tíma sé lággróður líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík við Húsavík betri til bindingar á kolefnum en skógur. Ekki nóg með það heldur hefði umrætt mólendi átt að njóta verndar skv. Bernarsamningnum. Getur ástandið orðið verra eða sorglegra? Eitt er síðan að framleiða rafmagn með mismunandi hætti og annað til hvaða nota. Gagnaver hérlendis eru að verða sífellt orkufrekari og nota í dag meiri raforku en heimilin í landinu samanlagt eða alls 12% meira en öll heimili landsins. Það verður hins vegar ekki séð að starfsemin skili miklum verðmætum til samfélagsins eða að veröldin sé betri staður með greftri rafmyntar sem í orkuheimtandi framgangi sínum ýtir stöðugt undir frekari röskun eða eyðileggingu náttúrunnar. Þetta eru þrjú einstök dæmi af fjölmörgum þar sem stóra spurningin er: Hvað finnst fólki og hvaða tækifæri hefur almenningur til að láta taka mark á sínum sjónarmiðum eftir að hafa komið þeim á framfæri þegar kemur t.d. að þeirri veigamiklu ákvörðun hvort vindorkuver verði reist á Íslandi yfir höfuð á landi og/eða hafi og þar fram eftir götunum. Nú, eða þá þegar land er rutt undir skóga og raforka framleidd fyrir gagnaver? Nægir Samráðsgáttin? Stjórnarskrárbreytingar til að leiðrétta lýðræðishalla og vantraust í garð stjórnvalda Slæm reynsla hefur verið að vindorkuverum í Noregi þar sem hvatinn að baki þeim var einkum hagnaðarvon. Sú von skýrir eflaust hvers vegna norsk fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að reisa vindmyllur hérlendis næst á eftir sjóeldinu og síldarævintýrinu. Sá drifkraftur sem hagnaðarvonin er má hins vegar ekki ráða ferðinni eingöngu heldur verður að skapa jafnvægi með aðra hagsmuni í huga sem þarf að vega og meta út frá samfélagslegum og náttúruverndar sjónar- og markmiðum. Það er vegna þess að fórnarkostnaður er af öllu vali þó hann sé mismikill eins og að hafa aðgang að hinni mögnuðu Melrakkasléttu fyrir þau sem unna náttúrunni, þ.m.t. erlendir ferðamenn, sem er einn valkostur. Hinn valkosturinn er að byggja upp annars konar tækifæri til verðmætasköpunar, atvinnu- og byggðaþróunar, eins og gerð vindmyllugarða sem skapar reyndar litla sem enga atvinnu en mun framleiða rafmagn og skila mögulegum hagnaði. Spurningin er í hvað fer rafmagnið og hvert fer eða skilar hagnaðurinn sér? Það er val og fórnarkostnaður hvers valmöguleika skiptir máli eða hvað finnst landsmönnum, konum og kvárum, ungum sem öldnum, efnameiri sem efnaminni, íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar? Það er erfitt að vita þar sem lýðræðislegar breytingar á stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs hafa enn ekki gengið í gegn þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Þar er m.a. að finna ákvæði um vernd og varðveislu náttúrunnar, ákvæði um þjóðareign á auðlindum og loks ákvæði sem heimilar að almenningur geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagasetningar sem augljóslega þarf einnig að ná til þingsályktana um stjórnvaldsstefnur. Staðan í stjórnarskrármálinu skapar lýðræðishalla sem skapar annan alvarlegan vanda sem er vantraust í garð stjórnmálanna og sundrungu. Það að fólki geti treyst hvert öðru og sínum lýðræðislega kjörnum fulltrúum eru mikil samfélagsleg gæði. Hér á landi ber fólk almennt mikið traust til hvers annars eða 82% skv. könnun Efnahags- og framfararstofnunarinnar (e. Organisation for Economic Co-operation and Development – OECD) sem gerð var 2024. Hins vegar vantreysta 80% landsmanna stjórnmálaflokkunum og 50% bera lítið eða ekkert traust til stjórnvalda. Eingöngu 36% landsmanna bera traust til stjórnvalda sem er 14% minna en í sömu könnun frá árinu 2021.Vaxandi vantraustið á sér einfalda orsök: Almenningi finnst stjórnvöld ekki huga að almannahagsmunum heldur ganga erinda sérhagsmuna. Almenningur upplifir ofríki naums og klofins meirihluta. Auðræði en ekki lýðræði. Fáræði. Það að búa í samfélagi þar sem mögulegt er að snúa hlutum á hvolf með einföldum meirihluta á Alþingi og láta allan fórnarkostnaðinn lenda á valdalitlum almenningi skapar heldur ekki traust í garð stjórnmálanna. Sem dæmi má taka þegar kvótakerfinu var komið á árið 1983 án þess að deila fórnarkostnaðinum af kerfisbreytingunni með réttlátum eða réttlátari hætti en þeim að láta hann allan falla á herðar þeirra valdaminni í samfélaginu. Annað dæmi er þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður með einu pennastriki árið 1999 sem kom þeim efnaminnstu verst og allt að áratug síðar í kjölfar hrunsins 2008. Í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að vaða áfram án þess að líta heildstætt á málin og mögulegar afleiðingar til langs tíma m.a. með aðstoð erlendra sérfræðinga og aðkomu almennings. Það er eina forsenda þess að ná fram einingu um hvað skuli reisa eða rústa. Auðvitað þarf fólk að fá tækifæri til að skoða og átta sig á fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum sem er vanalega forsenda þess að mynda sér upplýsta skoðun. Þá er mögulegt að taka lýðræðislega ákvörðun með ráðgefandi eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða með auknum meirihluta atkvæða 2/3 þingmanna í stað þess að ákvarðanataka sé eingöngu á forræði ríkisstjórnar, sem mótar stefnu og setur lög með einföldum meirihluta, sveitarstjórna, sem margar eru fámennar, og landeiganda í tilviki náttúrunnar. Það liggur mikið við að gera lýðræðislegar breytingar. Fjöregg og framtíðarhagur þjóðarinnar er að veði. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar