Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Jón Ísak Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2024 19:21 Eggert segir að skemmdir á íbúð hans og íbúðinni fyrir neðan nemi líklega milljónum. Hann er sem betur fer tryggður fyrir tjóninu. Vísir Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún. Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún.
Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira