Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá. Þar segir að 1. ágúst síðastliðinn hafi alls 79.615 erlendir ríkisborgarar verið með skráða búsetu á Íslandi og hafði þeim þá fjölgað um 5.192 frá 1. desember í fyrra.
Mest fjölgun er af ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu . Úkraínskum fjölgaði um 676 eða 17,1 prósent og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði um 216 eða 40,1 prósent. Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 893 og eru nú 26.505 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi.
Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.228. Á heildina litið eru 80,34 prósent þeirra sem búsett eru hér á landi íslenskir ríkisborgarar og 19,66 prósent erlendir ríkisborgarar.