Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 11:35 Robert F. Kennedy yngri var lengi þekktur fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum. Í seinni tíð er hann aðallega þekktur fyrir samsæriskenningar um bóluefni. AP/Hans Pennink Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51
Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10