Félagsheimilið lagt í rúst um hábjartan dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 15:01 Skemmdarverkin á félagsheimilinu eru umtalsverð. Ólafur Þór Ólafsson Döpur sjón blasti við Reynismönnum á sunnudagskvöldið þegar þeir komu að félagsheimilinu sínu við fótboltavöllinn en það hafði verið lagt í rúst. Einhver hafði þá brotist þar inn á milli klukkan 14 og 17 á sunnudaginn og gengið berserksgang. Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“ Suðurnesjabær Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“
Suðurnesjabær Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Sjá meira