Kallar eftir þjóðarátaki gegn nikótínvánni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:02 Linda Ásgeirsdóttir er félagi í foreldrafélagi Réttarholtsskóla sem sendi Reitum í vikunni áskorun um að leigja ekki nikótínversluninni Svens húsnæði í Grímsbæ. Hún hvetur til þjóðarátaks gegn útbreiðslu nikótíns. Vísir/Einar Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki. Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda. Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda.
Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira