Lífið

Jói Fel orðinn afi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jói virðist í skýjunum með nýja hlutverkið.
Jói virðist í skýjunum með nýja hlutverkið. Skjáskot

Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, er orðinn afi. Hann greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Dóttir Jóhannessar, Rebekka Rún Jóhannesdóttir, og sambýlismaður hennar, Ásgeir Kári Ásgeirsson eignuðust sitt fyrsta barn 17. ágúst síðastliðinn.

„AFI. Og svo varð maður allt í einu afi. Þvílík gleði og ást að fá að halda á afa stelpunni minni. Fædd 17. ágúst,“ skrifar Jói við mynd af sér með afastelpuna í fanginu. Gleðin skín af andliti Jóa á myndinni.

Ástfanginn afi

Jóhannes fór á skeljarnar dögunum og bað um hönd unnustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings á Miami í Flórída, á 50 ára afmælisdegi hennar.

Jóhannes og Kristín Eva eru bæði í fantaformi og eru dugleg að æfa saman. Kristín er er til að mynda margfaldur Íslandsmeistari í fitness.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.