Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 12:17 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir aga- og úrskurðanefnd KSÍ enn eiga eftir að ræða skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem fór ekki fram. Vísir/Samsett Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur. HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur.
HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira