Ákveðinn léttir en áfram óvissa Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2024 08:40 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, minnir á að síðasta gos hafi staðið í þrjár vikur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir stöðuna nú vera æði góða miðað við það sem hefði geta verið ef upptök eldgossisins hefðu verið sunnar og nær bænum. Eldgos hófst austan við Sýlingarfell klukkan 21:26 í gærkvöldi og hefur hraun úr sprungunum runnið til vesturs og austurs. Fannar segir hraunflæðið núna ekki ógna Grindavík og heldur ekki Grindavíkurveginum. „En auðvitað eru þetta fyrstu klukkutímarnir sem eru liðnir og rifja það upp að síðasta gos stóð yfir í þrjár vikur og við vitum ekki um framhaldið. En alla veganna má segja að þetta sé ákveðinn léttir. Biðtíminn afstaðinn þar sem óvissa var um það hvernig þetta kæmi til með að verða ef kæmi til goss. Þannig að við verum bærilega sátt við stöðuna.“ Fannar fór í samhæfingarstöð almannavarna í gærkvöldi og var þar fram á nótt og fylgdist með stöðunni. „Það var búð í 25 til 30 húsum og rýmingin gekk mjög vel, bæði í Grindavík og í Svartsengi. Þannig að það voru fumlaus og þjálfuð vinnubrögð sem voru þar viðhöfð og það gekk vel.“ Heyrist minna í lúðrum í hvassviðri Ábendingar hafa borist um að ekki hafi heyrst jafn vel í viðvörunarlúðrunum í Grindavík í gærkvöldi og í fyrri gosum. Fannar segir ekkert annað benda til en að lúðrarnir hafi virkað sem skyldi enda hafi þeir verið prófaðir reglulega. „Það er þannig að það er reglulega verið að taka æfingar og prófa þessa lúðra. Hins vegar er það þannig að það fer eftir vindáttinni og í hvaða aðstæðum fólk er í innanhúss að hljóðið berst ekki nægilega vel. En ég held að þeir hafi virkað sem skyldi en við vitum líka að í hvassviðri berst hlóðið ekki eins vel,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56 Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Eldgos hófst austan við Sýlingarfell klukkan 21:26 í gærkvöldi og hefur hraun úr sprungunum runnið til vesturs og austurs. Fannar segir hraunflæðið núna ekki ógna Grindavík og heldur ekki Grindavíkurveginum. „En auðvitað eru þetta fyrstu klukkutímarnir sem eru liðnir og rifja það upp að síðasta gos stóð yfir í þrjár vikur og við vitum ekki um framhaldið. En alla veganna má segja að þetta sé ákveðinn léttir. Biðtíminn afstaðinn þar sem óvissa var um það hvernig þetta kæmi til með að verða ef kæmi til goss. Þannig að við verum bærilega sátt við stöðuna.“ Fannar fór í samhæfingarstöð almannavarna í gærkvöldi og var þar fram á nótt og fylgdist með stöðunni. „Það var búð í 25 til 30 húsum og rýmingin gekk mjög vel, bæði í Grindavík og í Svartsengi. Þannig að það voru fumlaus og þjálfuð vinnubrögð sem voru þar viðhöfð og það gekk vel.“ Heyrist minna í lúðrum í hvassviðri Ábendingar hafa borist um að ekki hafi heyrst jafn vel í viðvörunarlúðrunum í Grindavík í gærkvöldi og í fyrri gosum. Fannar segir ekkert annað benda til en að lúðrarnir hafi virkað sem skyldi enda hafi þeir verið prófaðir reglulega. „Það er þannig að það er reglulega verið að taka æfingar og prófa þessa lúðra. Hins vegar er það þannig að það fer eftir vindáttinni og í hvaða aðstæðum fólk er í innanhúss að hljóðið berst ekki nægilega vel. En ég held að þeir hafi virkað sem skyldi en við vitum líka að í hvassviðri berst hlóðið ekki eins vel,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56 Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56
Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28