Bestu mörkin: Köttarar meistarar en sorglegt hve fáir mæta á Hlíðarenda Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. ágúst 2024 16:01 Sigríður Theodóra hefur leikið fyrir bæði Þrótt og Val. Stemningin er mun meiri í Laugardalnum að hennar sögn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru á sínum stað til að hita upp fyrir lokaumferðina áður en úrslitakeppnin hefst í Bestu deild kvenna. Með þeim að þessu voru Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir, sem eiga hörkuleik fyrir höndum um helgina. Sigríður er leikmaður Þróttar og Hulda er hjá Stjörnunni. Liðin mætast á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Stjörnunni dugir jafntefli en Þróttur þarf að sækja sigur. Liðið sem endar í neðri hlutanum er nú þegar búið að bjarga sér frá falli og því lítið spennandi leikir framundan. Þær fjórar fóru vel yfir málin og hituðu rækilega upp fyrir helgina. Alls verða fimm leikir á dagskrá samtímis á sunnudaginn, úrslitakeppnin hefst svo eftir viku. Allir sáttir í settinu.vísir / samúel Báðar eru þær uppaldar hjá öðrum félögum, Hulda Hrund hjá Fylki en Sigríður var í Val. Hún var spurð hver helsti munurinn væri á því að spila fyrir Val og fyrir Þrótt. „Það er sorglegt hvað það mæta fáir [á Hlíðarenda] miðað við gæðin inni á vellinum, en í Þrótti er það allt annað. Nóg af Kötturum, þeir láta sig aldrei vanta. Ég var í smá sjokki hvað það mættu margir, maður finnur bara strax þegar maður kemur, fyrir stuðningnum úr Laugardalnum og þeir eru svo miklir meistarar,“ svaraði Sigríður Theodóra. Talið færðist þá yfir til Huldu, sem kemur frá Fylki þar sem stemningin hefur verið mikil í sumar, en spilar nú með Stjörnunni þar sem stemningin er af skornum skammti. „Já [við finnum fyrir þessu]. Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er tíminn eitthvað vitlaus á leikjunum. Þetta er mjög skrítið, maður sér heldur aldrei yngri flokka æfingar í kring þegar maður er að koma. Miðað við Fylki, þar voru krakkar út um allt og maður heilsaði, svo í sundlaugina sá maður þau þar líka, [stemningin] byggðist upp einhvern veginn.“ Klippa: Upphitun fyrir 18. umferð Bestu deildar kvenna Upphitunarþáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram klukkan 14:00 á sunnudag og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. FH – Valur Breiðablik – Víkingur Fylkir – Þór/KA Stjarnan – Þróttur Tindastóll – Keflavík Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Sigríður er leikmaður Þróttar og Hulda er hjá Stjörnunni. Liðin mætast á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Stjörnunni dugir jafntefli en Þróttur þarf að sækja sigur. Liðið sem endar í neðri hlutanum er nú þegar búið að bjarga sér frá falli og því lítið spennandi leikir framundan. Þær fjórar fóru vel yfir málin og hituðu rækilega upp fyrir helgina. Alls verða fimm leikir á dagskrá samtímis á sunnudaginn, úrslitakeppnin hefst svo eftir viku. Allir sáttir í settinu.vísir / samúel Báðar eru þær uppaldar hjá öðrum félögum, Hulda Hrund hjá Fylki en Sigríður var í Val. Hún var spurð hver helsti munurinn væri á því að spila fyrir Val og fyrir Þrótt. „Það er sorglegt hvað það mæta fáir [á Hlíðarenda] miðað við gæðin inni á vellinum, en í Þrótti er það allt annað. Nóg af Kötturum, þeir láta sig aldrei vanta. Ég var í smá sjokki hvað það mættu margir, maður finnur bara strax þegar maður kemur, fyrir stuðningnum úr Laugardalnum og þeir eru svo miklir meistarar,“ svaraði Sigríður Theodóra. Talið færðist þá yfir til Huldu, sem kemur frá Fylki þar sem stemningin hefur verið mikil í sumar, en spilar nú með Stjörnunni þar sem stemningin er af skornum skammti. „Já [við finnum fyrir þessu]. Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er tíminn eitthvað vitlaus á leikjunum. Þetta er mjög skrítið, maður sér heldur aldrei yngri flokka æfingar í kring þegar maður er að koma. Miðað við Fylki, þar voru krakkar út um allt og maður heilsaði, svo í sundlaugina sá maður þau þar líka, [stemningin] byggðist upp einhvern veginn.“ Klippa: Upphitun fyrir 18. umferð Bestu deildar kvenna Upphitunarþáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram klukkan 14:00 á sunnudag og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. FH – Valur Breiðablik – Víkingur Fylkir – Þór/KA Stjarnan – Þróttur Tindastóll – Keflavík
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira